Hagnaður Marels 7,4 milljónir evra 10. ágúst 2007 16:53 Hörður Árnason, forstjóri Marels, Hann segir afkomuna ásættanlega. Mynd/E.Ól. Hagnaður matvælavinnsluvélafyrirtækisins Marel nam 7,4 milljónum evra, jafnvirði 670,8 milljónum íslenskra króna, á öðrum fjórðungi ársins samanborið við 797 þúsund evrur, 71,9 milljónir króna, á sama tíma í fyrra. Afkoman er nokkuð yfir væntingum en greiningardeild Kaupþings spáði hagnaði upp á 5,8 milljónir. Sala nam 72,6 milljónum evra á fjórðungnum samanborið við 46,6 milljónir á sama tíma í fyrra en aukningin nemur 56 prósentum á milli ára. Á fyrstu sex mánuðum ársins nam hún 144,9 milljónum evra, sem er 83 prósenta aukning á milli ára. Rekstrarhagnaður (EBIT) nam 3,4 milljónir evra sem er 4,7 prósent af tekjum samanborið við 4,3 milljónir í fyrra. Gjaldfærður einskiptiskostnaður var á ársfjórðungnum var um 1,7 milljón evra. Fram kemur í uppgjöri Marels að hlutabréf í hollensku iðnsamsteypunni Stork NV Séu færð á markaðsvirði og koma fram í 6,6 milljóna hagnaði í hlutdeildarfélagi. Eigið fé nam 158,3 milljónum evra og eiginfjárhlutfall var 40,8 prósent í lok júní. Haft er eftir Herði Árnasyni, forstjóra Marel, að afkoman sé ásættanleg í ljósi umfangsmikillar samþættingarvinnu sem valdi bæði beinum einskiptiskostnaði og minni framleiðni vegna innri vinnu. Þá segir hann ánægjulegt hversu sjóðsstreymi fyrirtækisins sé sterkt en markmið félagsins sé að ná 10 prósenta EBIT á næsta ári. „Marel Food Systems er vel fjármagnað til þess að takast á við þau tækifæri sem bjóðast á næstu misserum og með öflugan stuðning stærstu hluthafa. Órói á fjármálamörkuðum getur falið í sér tækifæri í ytri vexti fyrir vel fjármögnuð skráð félög," er haft eftir Herði í tilkynningunni. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Hagnaður matvælavinnsluvélafyrirtækisins Marel nam 7,4 milljónum evra, jafnvirði 670,8 milljónum íslenskra króna, á öðrum fjórðungi ársins samanborið við 797 þúsund evrur, 71,9 milljónir króna, á sama tíma í fyrra. Afkoman er nokkuð yfir væntingum en greiningardeild Kaupþings spáði hagnaði upp á 5,8 milljónir. Sala nam 72,6 milljónum evra á fjórðungnum samanborið við 46,6 milljónir á sama tíma í fyrra en aukningin nemur 56 prósentum á milli ára. Á fyrstu sex mánuðum ársins nam hún 144,9 milljónum evra, sem er 83 prósenta aukning á milli ára. Rekstrarhagnaður (EBIT) nam 3,4 milljónir evra sem er 4,7 prósent af tekjum samanborið við 4,3 milljónir í fyrra. Gjaldfærður einskiptiskostnaður var á ársfjórðungnum var um 1,7 milljón evra. Fram kemur í uppgjöri Marels að hlutabréf í hollensku iðnsamsteypunni Stork NV Séu færð á markaðsvirði og koma fram í 6,6 milljóna hagnaði í hlutdeildarfélagi. Eigið fé nam 158,3 milljónum evra og eiginfjárhlutfall var 40,8 prósent í lok júní. Haft er eftir Herði Árnasyni, forstjóra Marel, að afkoman sé ásættanleg í ljósi umfangsmikillar samþættingarvinnu sem valdi bæði beinum einskiptiskostnaði og minni framleiðni vegna innri vinnu. Þá segir hann ánægjulegt hversu sjóðsstreymi fyrirtækisins sé sterkt en markmið félagsins sé að ná 10 prósenta EBIT á næsta ári. „Marel Food Systems er vel fjármagnað til þess að takast á við þau tækifæri sem bjóðast á næstu misserum og með öflugan stuðning stærstu hluthafa. Órói á fjármálamörkuðum getur falið í sér tækifæri í ytri vexti fyrir vel fjármögnuð skráð félög," er haft eftir Herði í tilkynningunni.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira