Erlent

Innflytjendur ráða úrslitum í norskum kosningum

Óli Tynes skrifar

Innflytjendur geta ráðið úrslitum í borgarstjórnarkosningum í Osló sem fram fara síðar á þessu ári. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum gera nú hosur sínar grænar fyrir þeim og bjóða meðal annars í kebab grillveislur. "Það erum við sem ákveðum hvort verður hægri eða vinstri stjórn í Osló næstu fjögur árin," segir formaður ráðs innflytjenda.

Það eru tæplega 280 þúsund innflytjendur með kosningarétt í Osló. Það er 30 þúsundum fleiri en í síðustu kosningum. Þar af eru rúmlega 180 þúsund frá löndum öðrum en Vesturlöndum. Í síðustu kosningum voru aðeins nokkurhundruð atkvæði á milli flokkanna.

Skoðanakannanir sýna einnig mjög jafnar tölur fyrir næstu kosningar. Það er því ekki ofmælt hjá formanni ráðs innflytjenda að þeir geta ráðið úrslitum. Formaðurinn segir að líklega kjósi flestir þeirra til vinstri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×