Hlutabréf lækka í Evrópu en hækka í Japan 14. ágúst 2007 09:12 Miðlarar fylgjast með gengi hlutabréfa í þýsku kauphöllinni í Frankfurt. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa lækkaði lítillega við opnun viðskipta á fjármálamörkuðum í Evrópu í dag. Þetta kemur í kjölfar lækkunar á markaði í Bandaríkjunum í gær. Gengi Nikkei-vísitölunnar hækkaði hins vegar lítillega við lokun viðskipta í kauphöllinni í Japan. Seðlabankar stórra hagkerfa hafa dælt jafnvirði tugþúsundum milljarða króna inn á fjármálamarkaði síðustu tvo viðskiptadaga í því augnamiði að mýkja skellinn sem fjármálastofnanir víða um heim hafa orðið fyrir vegna samdráttar á fasteignalánamarkaði í Bandaríkjunum. Fjárfestar eru uggandi yfir stöðu mála, ekki síst eftir að svissneski bankinn UBS, sem er með starfsemi víða um heim, greindi frá því að skellurinn á fjármálamarkaði hefði að öllum líkindum áhrif á afkomutölur fyrirtækisins á yfirstandandi ársfjórðungi, að sögn BBC. Gengi bréfa í bankanum lækkaði um þrjú prósent við fréttirnar. FTSE-vísitalan í Lundúnum í Bretlandi lækkaði um 0,7 prósent við opnun viðskipta og stendur í 6.777 stigum. Dax-vísitalan lækkaði um 0,6 prósent en Nikkei-vísitalan hækkaði um 0,3 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Gengi hlutabréfa lækkaði lítillega við opnun viðskipta á fjármálamörkuðum í Evrópu í dag. Þetta kemur í kjölfar lækkunar á markaði í Bandaríkjunum í gær. Gengi Nikkei-vísitölunnar hækkaði hins vegar lítillega við lokun viðskipta í kauphöllinni í Japan. Seðlabankar stórra hagkerfa hafa dælt jafnvirði tugþúsundum milljarða króna inn á fjármálamarkaði síðustu tvo viðskiptadaga í því augnamiði að mýkja skellinn sem fjármálastofnanir víða um heim hafa orðið fyrir vegna samdráttar á fasteignalánamarkaði í Bandaríkjunum. Fjárfestar eru uggandi yfir stöðu mála, ekki síst eftir að svissneski bankinn UBS, sem er með starfsemi víða um heim, greindi frá því að skellurinn á fjármálamarkaði hefði að öllum líkindum áhrif á afkomutölur fyrirtækisins á yfirstandandi ársfjórðungi, að sögn BBC. Gengi bréfa í bankanum lækkaði um þrjú prósent við fréttirnar. FTSE-vísitalan í Lundúnum í Bretlandi lækkaði um 0,7 prósent við opnun viðskipta og stendur í 6.777 stigum. Dax-vísitalan lækkaði um 0,6 prósent en Nikkei-vísitalan hækkaði um 0,3 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira