Mikill samdráttur hjá Virgin Atlantic 14. ágúst 2007 15:44 Richard Branson með líkan af einni af vélum Virgin Airlines. Hagnaður breska flugfélagsins Virgin Atlantic nam 6,6 milljónum punda, jafnvirði tæplega 880 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári samanborið við 77,5 milljónir punda árið á undan. Þetta er rúmlega 90 prósenta samdráttur á milli ára. Auðkýfingurinn Richard Branson, stærsti hluthafi flugfélagsins, segir óhagstæð skilyrði hafa bitnað á hagnaði flugfélagsins. Á meðal þess sem Branson tínir til eru hátt eldsneytisverð, skattahækkanir í Bretlandi og hátt öryggisstig á Heathrow en hann segir það hafa komið illa niður á pyngju samstæðunnar. Þá tapaði Virgin Nigeria Airways 40,8 milljónum punda á árinu en Virgin-samstæðan á 49 prósenta hlut í félaginu. Ef ekki hefði komið til taprekstrar hjá afríska flugfélaginu hefði hagnaður Virgin Atlantic numið 46,8 milljónum punda, að sögn breska blaðsins Financial Times. „Hagnaðurinn hjá okkur hefði verið mun hærri ef ekki hefði komið til óþolandi ytri skilyrði á borð við hækkandi olíuverð og mikinn öryggisviðbúnað á Heathrow í fyrra," segir Branson en leggur áherslu á að hátt stýrivaxtastig í Bretlandi hafi komið illa við rekstur fyrirtækisins.Velta Virgin nam 2,14 milljörðum punda á tímabilinu, sem er 13 prósenta aukning á milli ára og metafkoma í sögu félagsins. Þá flaug 5,1 milljón farþega með vélum Virgin sem er 10,5 prósenta aukning á milli ára. Nýjar flugleiðir félagsins eiga þar hlut að máli, að sögn Financial Times. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Hagnaður breska flugfélagsins Virgin Atlantic nam 6,6 milljónum punda, jafnvirði tæplega 880 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári samanborið við 77,5 milljónir punda árið á undan. Þetta er rúmlega 90 prósenta samdráttur á milli ára. Auðkýfingurinn Richard Branson, stærsti hluthafi flugfélagsins, segir óhagstæð skilyrði hafa bitnað á hagnaði flugfélagsins. Á meðal þess sem Branson tínir til eru hátt eldsneytisverð, skattahækkanir í Bretlandi og hátt öryggisstig á Heathrow en hann segir það hafa komið illa niður á pyngju samstæðunnar. Þá tapaði Virgin Nigeria Airways 40,8 milljónum punda á árinu en Virgin-samstæðan á 49 prósenta hlut í félaginu. Ef ekki hefði komið til taprekstrar hjá afríska flugfélaginu hefði hagnaður Virgin Atlantic numið 46,8 milljónum punda, að sögn breska blaðsins Financial Times. „Hagnaðurinn hjá okkur hefði verið mun hærri ef ekki hefði komið til óþolandi ytri skilyrði á borð við hækkandi olíuverð og mikinn öryggisviðbúnað á Heathrow í fyrra," segir Branson en leggur áherslu á að hátt stýrivaxtastig í Bretlandi hafi komið illa við rekstur fyrirtækisins.Velta Virgin nam 2,14 milljörðum punda á tímabilinu, sem er 13 prósenta aukning á milli ára og metafkoma í sögu félagsins. Þá flaug 5,1 milljón farþega með vélum Virgin sem er 10,5 prósenta aukning á milli ára. Nýjar flugleiðir félagsins eiga þar hlut að máli, að sögn Financial Times.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira