Viðskipti erlent

Hækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði

Frá hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum.
Frá hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum.

Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð við opnun viðskipta á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag eftir skell í gær. Helstu vísitölurnar þrjár hafa hækkað um tæp 0,7 prósent. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,58 prósent í Kauphöll Íslands í dag og stendur í 7.844 stigum. Gengi bréfa í Icelandair Group hefur lækkað mest, eða um 4,49 prósent.

Dow Jones-vísitalan hefur hækkað um 0,3 prósent, Nasdaq-vísitalan um rúm 0,4 prósent og S&P 500 vísitalan um rúm 0,6 prósent.

Flestar vísitölur í Evrópu hafa sömuleiðis verið á niðurleið í dag en þar af hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi lækkað um rúm 0,8 prósent, hin franska Cac-40 um rúm 0,7 prósent. Dax-vísitalan í Þýskalandi hefur hins vegar hækkað um 0,3 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×