Vilja hætta við hækkun stýrivaxta 17. ágúst 2007 10:15 Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans. Bloomberg segir hann verða að hætta við fyrirhugaða hækkun stýrivaxta. Mynd/AFP Hagfræðingar hafa áhyggjur af því að hagvöxtur muni minnka á heimsvísu í kjölfar samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði sem hefur valdið usla á alþjóðlegum hlutabréfamarkaði. Gangi það eftir mun fjármögnun verða erfiðari en áður. Bloomberg segir að evrópski seðlabankinn verði að falla frá hækkun stýrivaxta í næsta mánuði. Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, sagði í byrjun mánaðar að bankinn hefði í hyggju að hækka stýrivexti um 25 punkta til að draga úr verðbólgu á evrusvæðinu. Gangi það eftir fara stýrivextir í 4,25 prósent. Fréttaveitan Bloomberg segir mun skynsamlegra að halda stýrivöxtum óbreyttum í stað þess að gera fyrirtækjum erfiðara um vik með dýrara lánsfé. Bloomberg hefur eftir sérfræðingum á sviði fjármála að óróleiki sé í loftinu og vara þeir við því að fyrirtæki geti lent í vandræðum með fjármögnun sína. Gangi verstu spár eftir megi því reikna með auknum fjölda gjaldþrota í Evrópu.Nokkur fjöldi fjármálafyrirtækja hefur glímt við lausafjárskorts vegna samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði, ekki síst í Bandaríkjunum. Í gær greini fjármálafyrirtækið Countrywide Financial Corporation frá því að það hefði þurft að nýta sér lán upp á 11,5 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði um 800 milljarða íslenskra króna, vegna lausafjárskorts. Að sögu er hins vegar er að segja af ástralska fjármálafyrirtækinu Rams Home Loans Group, sem mistóks að endurfjármagna lán sitt og var því að leita annarra leiða til að finna lausn sinna mála. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hagfræðingar hafa áhyggjur af því að hagvöxtur muni minnka á heimsvísu í kjölfar samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði sem hefur valdið usla á alþjóðlegum hlutabréfamarkaði. Gangi það eftir mun fjármögnun verða erfiðari en áður. Bloomberg segir að evrópski seðlabankinn verði að falla frá hækkun stýrivaxta í næsta mánuði. Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, sagði í byrjun mánaðar að bankinn hefði í hyggju að hækka stýrivexti um 25 punkta til að draga úr verðbólgu á evrusvæðinu. Gangi það eftir fara stýrivextir í 4,25 prósent. Fréttaveitan Bloomberg segir mun skynsamlegra að halda stýrivöxtum óbreyttum í stað þess að gera fyrirtækjum erfiðara um vik með dýrara lánsfé. Bloomberg hefur eftir sérfræðingum á sviði fjármála að óróleiki sé í loftinu og vara þeir við því að fyrirtæki geti lent í vandræðum með fjármögnun sína. Gangi verstu spár eftir megi því reikna með auknum fjölda gjaldþrota í Evrópu.Nokkur fjöldi fjármálafyrirtækja hefur glímt við lausafjárskorts vegna samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði, ekki síst í Bandaríkjunum. Í gær greini fjármálafyrirtækið Countrywide Financial Corporation frá því að það hefði þurft að nýta sér lán upp á 11,5 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði um 800 milljarða íslenskra króna, vegna lausafjárskorts. Að sögu er hins vegar er að segja af ástralska fjármálafyrirtækinu Rams Home Loans Group, sem mistóks að endurfjármagna lán sitt og var því að leita annarra leiða til að finna lausn sinna mála.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira