Erlent

HIV próf fyrir giftingu

Nigerískar konur í kirkju
Nigerískar konur í kirkju MYND/AFP

Pör sem ætla að gifta sig í nígerísku biskupakirkjunni verða fyrst að gangast undir HIV próf. Talsmenn kirkjunnar segja skilyrðið sett til að fólk geti tekið upplýsta ákvörðun áður en það gengur í hjónaband.

Samkvæmt fréttavef BBC munu fleiri kristnar kirkjur í Nígeríu hafa svipaðar reglur. Verið er að innleiða ákvæðið í allar biskupakirkjur í landinu.

"Markmiðið er að fólk geti tekið upplýsta ákvörðun. Við viljum ekki að pör geti haldið upplýsingum af þessu tagi leyndum fyrir hvort öðru," segir Rev Akintunde Popoola, talsmaður kirkjunnar.

Hann segir kirkjuna þó ekki koma i veg fyrir að HIV smitaðir fái að giftast. Eingöngu sé verið að sjá til þess að fólk sé upplýst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×