Ráðamenn ræða um fjármálamarkaðinn 21. ágúst 2007 13:35 Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Hann ræðir í dag við seðlabankastjóra landsins og fleiri um ástand mála á fjármálamarkaði. Mynd/AFP Hlutabréfavísitölur lækkuðu lítillega við opnun fjármálamarkaða í Bandaríkjunum í dag eftir nokkrar sveiflur í gær. Á sama tíma hefur gengið sveiflast nokkuð á mörkuðum í Evrópu. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, og Henry Paulson, fjármálaráðherra landsins, funda í dag um hræringar á fjármálamarkaði. Vísitölur í Bandaríkjunum hafa sveiflast nokkuð það sem af er vikunnar en það sem af er dags hafa þær allar staðið á rauðu og lækkað um 0,1 prósent. Gengi vísitalna í Evrópu hefur sömuleiðis sveiflast nokkuð það sem af er dags. FTSE-vísitalan í Bretlandi hækkaði í morgun en hefur lækkað það eftir því sem á hefur liðið og hefur nú lækkað um rúm 0,3 prósent. Þýska Dax-vísitalan hefur sömuleiðis sveiflast úr mínus í plús. Sömu sögu er að segja af C20-vísitölunni í Kaupmannahöfn en hún hefur lækkað um 0,3 prósent. Gert er ráð fyrir því að þeir Bernanke og Paulson, sem munu funda með formanni fjárlaganefndar öldungadeildarþingsins, muni ræða um frekari aðgerðir til að draga úr áhyggjum manna á fjármálamarkaði vegna samdráttar á fasteignalánamarkaði. Seðlabankinn hefur þegar veitt háum fjárhæðum inn í efnahagslífið til að draga úr áhrifunum auk þess að lækka daglánavexti til að minnka álag á millibankalán. Breska ríkisútvarpið hefur eftir sérfræðingum á sviði fjármála að algjör óvissa ríki á markaðnum og afar erfitt að spá fyrir um þróun mála. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hlutabréfavísitölur lækkuðu lítillega við opnun fjármálamarkaða í Bandaríkjunum í dag eftir nokkrar sveiflur í gær. Á sama tíma hefur gengið sveiflast nokkuð á mörkuðum í Evrópu. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, og Henry Paulson, fjármálaráðherra landsins, funda í dag um hræringar á fjármálamarkaði. Vísitölur í Bandaríkjunum hafa sveiflast nokkuð það sem af er vikunnar en það sem af er dags hafa þær allar staðið á rauðu og lækkað um 0,1 prósent. Gengi vísitalna í Evrópu hefur sömuleiðis sveiflast nokkuð það sem af er dags. FTSE-vísitalan í Bretlandi hækkaði í morgun en hefur lækkað það eftir því sem á hefur liðið og hefur nú lækkað um rúm 0,3 prósent. Þýska Dax-vísitalan hefur sömuleiðis sveiflast úr mínus í plús. Sömu sögu er að segja af C20-vísitölunni í Kaupmannahöfn en hún hefur lækkað um 0,3 prósent. Gert er ráð fyrir því að þeir Bernanke og Paulson, sem munu funda með formanni fjárlaganefndar öldungadeildarþingsins, muni ræða um frekari aðgerðir til að draga úr áhyggjum manna á fjármálamarkaði vegna samdráttar á fasteignalánamarkaði. Seðlabankinn hefur þegar veitt háum fjárhæðum inn í efnahagslífið til að draga úr áhrifunum auk þess að lækka daglánavexti til að minnka álag á millibankalán. Breska ríkisútvarpið hefur eftir sérfræðingum á sviði fjármála að algjör óvissa ríki á markaðnum og afar erfitt að spá fyrir um þróun mála.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira