Buffett sér kauptækifæri á fasteignalánamarkaðnum 21. ágúst 2007 15:29 Warren Buffett. Hér ræðir hann við félaga sinn Bill Gates, annan af tveimur stofnendum hugbúnaðarrisans Microsoft. Mynd/AFP Bandaríska viðskiptadagblaðið Wall Street Journal leiðir að því líkum í dag að auðkýfingurinn aldni Warren Buffett sé líklegur til að kaupa hluta af fasteignalánastarfsemi bandaríska fjármálafyrirtækisins Countrywide Financial. Fyrirtækið hefur átt við verulega fjárhagsörðugleika að stríða vegna samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði og hefur verið rætt um yfirvofandi gjaldþrot þess. Blaðið segir fasteignalánahluta fyrirtækisins geta heillað Buffett en hann hefur fjárfest nokkuð í fjármálafyrirtækjum upp á síðkastið, ekki síst í þeim sem hafa lent í erfiðleikum vegna samdráttar á fasteignalánamarkaði. Þar á meðal hefur fjárfestingafélag hans, Bershire Hathaway, keypt hluti í Bank of America, einum af sex stærstu fasteignalánafyrirtækjum Bandaríkjanna. Buffett sagði í samtali við sjónvarpsstöðina CNBC á dögunum að mörg kauptækifæri hefðu skapast í hræringunum á fjármálamörkuðum upp á síðkastið. Countrywide hefur átt við mikla erfiðleika að etja upp á síðkastið og þurfti nýverið að nýta sér lánaheimild upp á jafnvirði 800 milljarða íslenskra króna vegna lausafjárskorts vegna mikilla vanskila viðskiptavina fyrirtækisins. Fjárfestingabankinn Merril Lynch sagði á dögunum að vegna þeirra slæmu stöðu sem fyrirtækið sé í sé mikil hætta á því að fyrirtækið verði gjaldþrota. Það hefur þegar hafið hagræðingu í rekstri, meðal annars með uppsögnum á starfsfólki. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandaríska viðskiptadagblaðið Wall Street Journal leiðir að því líkum í dag að auðkýfingurinn aldni Warren Buffett sé líklegur til að kaupa hluta af fasteignalánastarfsemi bandaríska fjármálafyrirtækisins Countrywide Financial. Fyrirtækið hefur átt við verulega fjárhagsörðugleika að stríða vegna samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði og hefur verið rætt um yfirvofandi gjaldþrot þess. Blaðið segir fasteignalánahluta fyrirtækisins geta heillað Buffett en hann hefur fjárfest nokkuð í fjármálafyrirtækjum upp á síðkastið, ekki síst í þeim sem hafa lent í erfiðleikum vegna samdráttar á fasteignalánamarkaði. Þar á meðal hefur fjárfestingafélag hans, Bershire Hathaway, keypt hluti í Bank of America, einum af sex stærstu fasteignalánafyrirtækjum Bandaríkjanna. Buffett sagði í samtali við sjónvarpsstöðina CNBC á dögunum að mörg kauptækifæri hefðu skapast í hræringunum á fjármálamörkuðum upp á síðkastið. Countrywide hefur átt við mikla erfiðleika að etja upp á síðkastið og þurfti nýverið að nýta sér lánaheimild upp á jafnvirði 800 milljarða íslenskra króna vegna lausafjárskorts vegna mikilla vanskila viðskiptavina fyrirtækisins. Fjárfestingabankinn Merril Lynch sagði á dögunum að vegna þeirra slæmu stöðu sem fyrirtækið sé í sé mikil hætta á því að fyrirtækið verði gjaldþrota. Það hefur þegar hafið hagræðingu í rekstri, meðal annars með uppsögnum á starfsfólki.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira