Viðskipti erlent

GM dregur úr framleiðslu á pallbílum

Rick Wagoner, forstjóri General Motors, með einn af sportjeppum fyrirtækisins í bakgrunni.
Rick Wagoner, forstjóri General Motors, með einn af sportjeppum fyrirtækisins í bakgrunni. Mynd/AFP

Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors hefur dregið úr framleiðslu á stórum pallbílum og fjórhjóladrifnum jeppum vegna minni eftirspurnar eftir þeim. Framleiðslunni hefur meðal annars verið hætt í nokkrum verksmiðjum fyrirtækisins í Bandaríkjunum og Mexíkó.

Nýlegar tölur frá bílaframleiðandanum bandaríska benda til að eftirspurnin eftir bílum sem þessum hafi dregist saman um níu prósent á fyrstu sjö mánuðum ársins.

Breska ríkisútvarpið hermir að aukin samkeppni og hátt eldsneytisverð samhliða samdrætti á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum hafi leitt til þess að neytendur haldi fastar um budduna nú en áður og leiti eftir sparneytnari bílum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×