Viðskipti erlent

Hlutabréf hækka á Wall Street

Miðlari á Wall Street. Fjárfestar þykja bjartsýnir í Bandaríkjunum.
Miðlari á Wall Street. Fjárfestar þykja bjartsýnir í Bandaríkjunum. Mynd/AP

Gengi hlutabréfa hækkaði lítillega á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Fjárfestar virðast almennt bjartsýnir á stöðu mála. Hið opinbera sem og önnur fjármálafyrirtæki í Bandaríkjunum hafa gert sitt til að minnka álagið á markaðinn vegna samdráttar á fasteignalánamarkaði vestanhafs sem hefur valdið niðursveiflu á alþjóðamörkuðum.

Þannig segir fréttastofan Associated Press að innkoma Bank of America inn í Countrywide Financial, eitt stærsta fasteignalánafyrirtæki landsins, séu góðar fréttir fyrir markaðinn. Bankinn keypti í gær hluti í bankanum fyrir tvo millljarða bandaríkjadala, jafnvirði um 270 milljarða íslenskra króna.

Þá hefur seðlabanki Bandaríkjanna sömuleiðis stutt vel við fjármálafyrirtæki sem orðið hafa fyrir barðinu á samdrætti á fasteignalánamarkaði og lánað þeim fjármagn á lægri vöxtum en gengur og gerist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×