Bráðnun hafíss opnar leið milli Asíu og Evrópu Þórir Guðmundsson skrifar 23. ágúst 2007 18:03 Vísindamenn telja að á næstu árum muni siglingaleiðin milli Evrópu og Asíu styttast um þriðjung, þegar Norðurskautsísinn bráðnar og hægt verður að sigla norður fyrir Kanada að sumarlagi. Frumbyggjar í norðurhéruðum Kanada segjast þegar finna fyrir hlýnun jarðar. Hafísinn í kringum Norðurheimskautið hefur um aldir komið í veg fyrir siglingar kaupskipa stystu leið frá Asíu til Evrópu. Bæði Rússar og Kanadamenn eru með ísbrjóta meðfram strandlengjum sínum en hingað til hefur ekki verið hægt að sigla almennum kaupskipum þessa leið með góðu móti.En nú bendir ýmislegt til að ísinn sé að bráðna hraðar en áður var talið. Frumbyggjar hafa tekið eftir þessu.Elsie Ovilok, íbúi í norður Kanada, segir að áður fyrr hafi hafísinn verið svo þéttur að hægt hafi verið að ferðast á honum fram í júlí. Nú séu ínúítar heppnir ef hann heldur fram í maí.Kanadamenn vonast til að hægt verði að sigla norðvesturleiðina svokölluðu sem fyrst og nú telja vísindamenn að bráðnun íssins sé svo hröð að það geti gerst miklu fyrr en áður var talið.Brandon Harvey, sjávarlíffræðingur, segir að norðvesturleiðin kunni að opnast allt að þrjátíu árum áður en hingað til hefur verið talið. Vísindamenn hafa almennt miðað við árið 2050 í því sambandi, þó engin leið sé til að segja fyrir um það með nokkurri vissu.Bráðnun íssins er rakin til hlýnunar jarðar. Kaupskip sem fara norðurleiðina milli Kína og Evrópu í staðinn fyrir að sigla um Panamaskurðinn stytta leiðina um tvö þúsund sjómílur. Það ætti að þýða minni kostnað - og þá enn lægra verð á fjöldaframleiddum vörum frá Kína. Erlent Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira
Vísindamenn telja að á næstu árum muni siglingaleiðin milli Evrópu og Asíu styttast um þriðjung, þegar Norðurskautsísinn bráðnar og hægt verður að sigla norður fyrir Kanada að sumarlagi. Frumbyggjar í norðurhéruðum Kanada segjast þegar finna fyrir hlýnun jarðar. Hafísinn í kringum Norðurheimskautið hefur um aldir komið í veg fyrir siglingar kaupskipa stystu leið frá Asíu til Evrópu. Bæði Rússar og Kanadamenn eru með ísbrjóta meðfram strandlengjum sínum en hingað til hefur ekki verið hægt að sigla almennum kaupskipum þessa leið með góðu móti.En nú bendir ýmislegt til að ísinn sé að bráðna hraðar en áður var talið. Frumbyggjar hafa tekið eftir þessu.Elsie Ovilok, íbúi í norður Kanada, segir að áður fyrr hafi hafísinn verið svo þéttur að hægt hafi verið að ferðast á honum fram í júlí. Nú séu ínúítar heppnir ef hann heldur fram í maí.Kanadamenn vonast til að hægt verði að sigla norðvesturleiðina svokölluðu sem fyrst og nú telja vísindamenn að bráðnun íssins sé svo hröð að það geti gerst miklu fyrr en áður var talið.Brandon Harvey, sjávarlíffræðingur, segir að norðvesturleiðin kunni að opnast allt að þrjátíu árum áður en hingað til hefur verið talið. Vísindamenn hafa almennt miðað við árið 2050 í því sambandi, þó engin leið sé til að segja fyrir um það með nokkurri vissu.Bráðnun íssins er rakin til hlýnunar jarðar. Kaupskip sem fara norðurleiðina milli Kína og Evrópu í staðinn fyrir að sigla um Panamaskurðinn stytta leiðina um tvö þúsund sjómílur. Það ætti að þýða minni kostnað - og þá enn lægra verð á fjöldaframleiddum vörum frá Kína.
Erlent Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira