Viðskipti erlent

Hagnaður Gap eykst milli ára

Buxur undir merkjum Gap. Mikil hagræðing í rekstri fyrirtækisins hefur skilað sér í auknum hagnaði.
Buxur undir merkjum Gap. Mikil hagræðing í rekstri fyrirtækisins hefur skilað sér í auknum hagnaði. Mynd/AFP

Bandaríska fataverslanakeðjan Gap skilaði 152 milljóna dala hagnaði á öðrum fjórðungi ársins, sem lauk í byrjun ágúst. Þetta jafngildir 9,9 milljörðum íslenskra króna, sem er 19 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Gap hefur átt við nokkra rekstrarerfiðleika að stríða og hagrætt mikið í rekstrinum.

Á sama tíma í fyrra nam hagnaður fatakeðjunnar 128 milljónum dala.

Breska ríkisútvarpið hefur eftir forsvarsmönnum Gap, að fyrirtækið hafi sýnt mikla framför frá síðustu árum í skugga samdráttar í sölu á vörum fyrirtækisins og skýrt línurnar, meðal annars með því að einbeita sér að ákveðnum markhópi, fólki á þrítugsaldri.

Fyrirtækið vinnur enn að mikilli hagræðingu í rekstrinum en á meðal þess eru kaup á eigin bréfum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×