Erlent

Mamma ætlar að sofa

Óli Tynes skrifar

Þýskum manni óx svo í augum að undirbúa jarðarför móður sinnar að hann lét hana sitja áfram í uppáhalds stólnum sínum í tvö ár eftir að hún lést.  Mamman var 92 ára gömul. Þegar hún lést í júlí árið 2005 var læknir til kvaddur. Hann úrskurðaði að hún hefði látist af eðlilegum orsökum. Hann gaf út dánarvottorð en skráði ekki dauðdagann.

Sonurinn  fór aldrei aftur inn í herbergið þar sem móðir hans sat. Það voru nágrannar hans sem létu lögregluna vita um að ekki væri allt sem skyldi í íbúðinni. Það mun hafa verið þriðja skilningarvit nágrannanna sem vakti hjá þeim grun um að mamma væri ennþá heima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×