Viðskipti erlent

Rio Tinto fær grænt ljós í Bandaríkjunum

Paul Skinner, stjórnarformaður Rio Tinto, á myndfundi um afkomu fyrirtækisins. Fyrirtækið ætlar að verða stærsta álfyrirtæki í heimi með kaupum á Alcan.
Paul Skinner, stjórnarformaður Rio Tinto, á myndfundi um afkomu fyrirtækisins. Fyrirtækið ætlar að verða stærsta álfyrirtæki í heimi með kaupum á Alcan. Mynd/AFP

Ál- og námafyrirtækið Rio Tinto hefur fengið græna ljósið hjá bandarískum samkeppnisyfirvöldum til að kaupa kanadíska álrisann Alcan, sem meðal annars er móðurfélag álversins í Straumsvík. Tilboðið Rio Tinto hljóðar upp á 38,1 milljarð dala, um 2.500 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar hljóðaði tilboð bandaríska álrisans Alcoa í Alcan upp á 27 milljarða dala.

Stjórn Alcan hafði vísað tilboði Alcoa út af borðinu á þeim forsendum að það væri of lágt og endurspeglaði ekki raunverulegt virði fyrirtækisins.

Gangi kaup Rio Tinto eftir verður fyrirtækið eitt stærsta álfyrirtæki í heimi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×