Erlent

Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir af sér

Óli Tynes skrifar
Alberto Gonzales og George Bush.
Alberto Gonzales og George Bush.

Alberto Gonzales, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna hefur sagt af sér. Gonzales hefur legið undir miklu ámæli síðan hann rak átta opinbera saksóknara úr starfi á síðasta ári. Hann var einnig gagnrýndur harðlega fyrir að styðja heimildarlausar njósnir forsetans innanlands.

Gonzales er nákominn Bush forseta. Hann byrjaði að starfa fyrir forsetann meðan hann var ennþá ríkisstjóri í Texas. Hann var einn af lögfræðingum Hvíta hússins á fyrsta kjörtímabili Georges Bush og fyrsti spænsk ættaði dómsmálaráðherra landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×