Lækkun í Evrópu og Asíu 29. ágúst 2007 09:11 Miðlari á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum. Gengi hlutabréfa féll þar í landi í gær eftir að dró úr væntingum bandarískra neytenda. Mynd/AP Gengi hlutabréfa í Evrópu og Asíu lækkaði nokkuð á fjármálamörkuðum í álfunum í morgun. Þetta er í takt við lækkun á bandarískum hlutabréfamörkuðum í gær vegna samdráttar á bandarískum fasteignamarkaði og verri lausafjárstöðu fjármálafyrirtækja. Óttast er að samdrátturinn geti leitt til þess að hagvöxtur í Bandaríkjunum dragist saman vegna þessa. Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 1,69 prósent við lokun markaða í Japan í morgun en Hang Seng-vísitalan í Hong Kong lækkaði um 1,47 prósent. Þá hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi sömuleiðis lækkað lítillega, eða um 0,18 prósent það sem af er dags. Hin þýska Dax-vísitalan hefur lækkað um 0,54 prósent en hin franska Cac-40 um rétt rúm 0,2 prósent. Kauphallir á Norðurlöndunum hafa ekki farið varhluta af lækkuninni.. Sem dæmi hefur C20 vísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn lækkað um 0,4 prósent í dag. Öðru máli gegnir hins vegar um vísitöluna í Svíþjóð en hún hefur hækkað um 0,2 prósent. Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum lækkaði í gær eftir að væntingarvísitalan bandarískra neytenda féll á milli mánaða. Þeir eru nú svartsýnni en áður um horfur í efnahagsmálum vegna stöðunnar á bandarískum fasteignamarkaði. Óttast er að erfiðara aðgengi að fjármagni og hærra vaxtaálag á neytendur geti orðið til þess að þeir haldi að sér höndum og dragi úr einkaneyslu. Tölur um einkaneyslu er stór liður í bandarískum hagvaxtartölum og því er óttast að afleiðingarnar geti skilað sér í minni hagvexti en reiknað var með. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Evrópu og Asíu lækkaði nokkuð á fjármálamörkuðum í álfunum í morgun. Þetta er í takt við lækkun á bandarískum hlutabréfamörkuðum í gær vegna samdráttar á bandarískum fasteignamarkaði og verri lausafjárstöðu fjármálafyrirtækja. Óttast er að samdrátturinn geti leitt til þess að hagvöxtur í Bandaríkjunum dragist saman vegna þessa. Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 1,69 prósent við lokun markaða í Japan í morgun en Hang Seng-vísitalan í Hong Kong lækkaði um 1,47 prósent. Þá hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi sömuleiðis lækkað lítillega, eða um 0,18 prósent það sem af er dags. Hin þýska Dax-vísitalan hefur lækkað um 0,54 prósent en hin franska Cac-40 um rétt rúm 0,2 prósent. Kauphallir á Norðurlöndunum hafa ekki farið varhluta af lækkuninni.. Sem dæmi hefur C20 vísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn lækkað um 0,4 prósent í dag. Öðru máli gegnir hins vegar um vísitöluna í Svíþjóð en hún hefur hækkað um 0,2 prósent. Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum lækkaði í gær eftir að væntingarvísitalan bandarískra neytenda féll á milli mánaða. Þeir eru nú svartsýnni en áður um horfur í efnahagsmálum vegna stöðunnar á bandarískum fasteignamarkaði. Óttast er að erfiðara aðgengi að fjármagni og hærra vaxtaálag á neytendur geti orðið til þess að þeir haldi að sér höndum og dragi úr einkaneyslu. Tölur um einkaneyslu er stór liður í bandarískum hagvaxtartölum og því er óttast að afleiðingarnar geti skilað sér í minni hagvexti en reiknað var með.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira