Lækkun í Evrópu og Asíu 29. ágúst 2007 09:11 Miðlari á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum. Gengi hlutabréfa féll þar í landi í gær eftir að dró úr væntingum bandarískra neytenda. Mynd/AP Gengi hlutabréfa í Evrópu og Asíu lækkaði nokkuð á fjármálamörkuðum í álfunum í morgun. Þetta er í takt við lækkun á bandarískum hlutabréfamörkuðum í gær vegna samdráttar á bandarískum fasteignamarkaði og verri lausafjárstöðu fjármálafyrirtækja. Óttast er að samdrátturinn geti leitt til þess að hagvöxtur í Bandaríkjunum dragist saman vegna þessa. Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 1,69 prósent við lokun markaða í Japan í morgun en Hang Seng-vísitalan í Hong Kong lækkaði um 1,47 prósent. Þá hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi sömuleiðis lækkað lítillega, eða um 0,18 prósent það sem af er dags. Hin þýska Dax-vísitalan hefur lækkað um 0,54 prósent en hin franska Cac-40 um rétt rúm 0,2 prósent. Kauphallir á Norðurlöndunum hafa ekki farið varhluta af lækkuninni.. Sem dæmi hefur C20 vísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn lækkað um 0,4 prósent í dag. Öðru máli gegnir hins vegar um vísitöluna í Svíþjóð en hún hefur hækkað um 0,2 prósent. Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum lækkaði í gær eftir að væntingarvísitalan bandarískra neytenda féll á milli mánaða. Þeir eru nú svartsýnni en áður um horfur í efnahagsmálum vegna stöðunnar á bandarískum fasteignamarkaði. Óttast er að erfiðara aðgengi að fjármagni og hærra vaxtaálag á neytendur geti orðið til þess að þeir haldi að sér höndum og dragi úr einkaneyslu. Tölur um einkaneyslu er stór liður í bandarískum hagvaxtartölum og því er óttast að afleiðingarnar geti skilað sér í minni hagvexti en reiknað var með. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Evrópu og Asíu lækkaði nokkuð á fjármálamörkuðum í álfunum í morgun. Þetta er í takt við lækkun á bandarískum hlutabréfamörkuðum í gær vegna samdráttar á bandarískum fasteignamarkaði og verri lausafjárstöðu fjármálafyrirtækja. Óttast er að samdrátturinn geti leitt til þess að hagvöxtur í Bandaríkjunum dragist saman vegna þessa. Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 1,69 prósent við lokun markaða í Japan í morgun en Hang Seng-vísitalan í Hong Kong lækkaði um 1,47 prósent. Þá hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi sömuleiðis lækkað lítillega, eða um 0,18 prósent það sem af er dags. Hin þýska Dax-vísitalan hefur lækkað um 0,54 prósent en hin franska Cac-40 um rétt rúm 0,2 prósent. Kauphallir á Norðurlöndunum hafa ekki farið varhluta af lækkuninni.. Sem dæmi hefur C20 vísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn lækkað um 0,4 prósent í dag. Öðru máli gegnir hins vegar um vísitöluna í Svíþjóð en hún hefur hækkað um 0,2 prósent. Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum lækkaði í gær eftir að væntingarvísitalan bandarískra neytenda féll á milli mánaða. Þeir eru nú svartsýnni en áður um horfur í efnahagsmálum vegna stöðunnar á bandarískum fasteignamarkaði. Óttast er að erfiðara aðgengi að fjármagni og hærra vaxtaálag á neytendur geti orðið til þess að þeir haldi að sér höndum og dragi úr einkaneyslu. Tölur um einkaneyslu er stór liður í bandarískum hagvaxtartölum og því er óttast að afleiðingarnar geti skilað sér í minni hagvexti en reiknað var með.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira