Dregur úr væntingum Þjóðverja 29. ágúst 2007 09:27 Angela Merkel, kanslari Þýskalands. Þjóðverjar eru svartsýnni nú en áður um framtíðarhorfur í efnahagslífinu vegna samdráttar á bandarískum fasteignamarkaði sem óttast er að geti dregið úr hagvexti. Mynd/AFP Væntingavísitalan í Þýskalandi lækkaði nokkuð á milli mánaða í ágúst og hafa Þjóðverjar ekki verið svartsýnni um horfur á næstu mánuðum í hálft ár og nú. Ástæðan fyrir þessu eru þrengingar á bandarískum fasteignamarkaði og spár um að það geti dregið úr hagnaði fyrirtækja og hagvexti á heimsvísu. Tvö þúsund Þjóðverjar tóku þátt í væntingakönnun, sem þýska fyrirtækið GfK AG stóð að, að sögn fréttaveitunnar Bloomberg. Þetta er talsvert meiri lækkun en gert hafði verið ráð fyrir en Bloomberg bendir á að greinendur hefðu gert ráð fyrir því að væntingavísitalan myndi lækka úr 8,7 stigum í 8,5 stig. Raunin var hins vegar sú að vísitalan fór niður í 7,6 stig. Fjármálafyrirtæki í Evrópu hafa orðið fyrir skakkaföllum vegna aukinna vanskila á bandarískum fasteignalánamarkaði. Þýskir bankar eru ekki undanskildir því en Landesbank Baden-Wuerttemberg, einn stærsti ríkisbanki Þýskalands, samþykkti í vikubyrjun að kaupa Landesbank Sachsen Girozentrale sem átti í vandræðum vegna lánasafns sem hann hafði fjárfest í. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Væntingavísitalan í Þýskalandi lækkaði nokkuð á milli mánaða í ágúst og hafa Þjóðverjar ekki verið svartsýnni um horfur á næstu mánuðum í hálft ár og nú. Ástæðan fyrir þessu eru þrengingar á bandarískum fasteignamarkaði og spár um að það geti dregið úr hagnaði fyrirtækja og hagvexti á heimsvísu. Tvö þúsund Þjóðverjar tóku þátt í væntingakönnun, sem þýska fyrirtækið GfK AG stóð að, að sögn fréttaveitunnar Bloomberg. Þetta er talsvert meiri lækkun en gert hafði verið ráð fyrir en Bloomberg bendir á að greinendur hefðu gert ráð fyrir því að væntingavísitalan myndi lækka úr 8,7 stigum í 8,5 stig. Raunin var hins vegar sú að vísitalan fór niður í 7,6 stig. Fjármálafyrirtæki í Evrópu hafa orðið fyrir skakkaföllum vegna aukinna vanskila á bandarískum fasteignalánamarkaði. Þýskir bankar eru ekki undanskildir því en Landesbank Baden-Wuerttemberg, einn stærsti ríkisbanki Þýskalands, samþykkti í vikubyrjun að kaupa Landesbank Sachsen Girozentrale sem átti í vandræðum vegna lánasafns sem hann hafði fjárfest í.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira