Viðsnúningur á Wall Street 29. ágúst 2007 20:31 MYND/AFP Gengi hlutabréfa hækkaði talsvert á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Ástæðan fyrir hækkuninni er auknar líkur fjárfesta vestanhafs á því að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti á næsta vaxtaákvörðunarfundi sínum til að koma til móts við þrengingar í bandarísku efnahagslífi. Þá gera sumir þeirra ráð fyrir því að vextirnir lækki fyrr. Næsti vaxtaákvörðunardagur er 18. september næstkomandi. Seðlabankinn hefur komið til móts við fjármálalífið með ýmsum hætti, meðal annars með því að veita fjármálafyrirtækjum kost á láni á lægri vöxtum en gengur og gerist auk þess sem hann lækkaði daglánavexti fyrir nokkru til að mýkja áhrifin sem lánafyrirtæki urðu fyrir vegna vanskila á bandarískum fasteignalánamarkaði. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur hins vegar ítrekað neitað að lækka stýrivexti fyrr en verðbólga hjaðni í Bandaríkjunum. Sumir fjárfestar vestanhafs gera ráð fyrir því að bankinn geti lækkað vextina fyrr en hann áætlaði vegna aðstæðna á fjármálamarkaði. Því sé rétti tíminn til að fjárfesta í hlutabréfum, að því er fréttastofan Associated Press hefur eftir nokkrum þeirra. Þá hefur fréttastofan eftir öðrum, að seðlabankinn sjái sér ekki annað fært í stöðunni en að lækka vextina þar sem útlit sé fyrir að hátt stýrivaxtastig hafi leitt til aukinna vanskila, ekki síst hjá þeim sem eru með litla greiðslugetu. Það geti svo aftur komið niður á einkaneyslu sem hafi bein áhrif á hagvöxt í Bandaríkjunum. Stýrivextir í Bandaríkjunum eru 5,25 prósent og hafa staðið óbreyttir síðan í júní í fyrra. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,9 prósent í dag og stendur hún í 13.293,44 stigum. Nasdaq-vísitalan bætti 2,50 prósentum við sig og endaði í 2.563,16 stigum en S&P-vísitalan hækkaði um 2,19 prósent og endaði í 1.463,76 stigum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Gengi hlutabréfa hækkaði talsvert á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Ástæðan fyrir hækkuninni er auknar líkur fjárfesta vestanhafs á því að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti á næsta vaxtaákvörðunarfundi sínum til að koma til móts við þrengingar í bandarísku efnahagslífi. Þá gera sumir þeirra ráð fyrir því að vextirnir lækki fyrr. Næsti vaxtaákvörðunardagur er 18. september næstkomandi. Seðlabankinn hefur komið til móts við fjármálalífið með ýmsum hætti, meðal annars með því að veita fjármálafyrirtækjum kost á láni á lægri vöxtum en gengur og gerist auk þess sem hann lækkaði daglánavexti fyrir nokkru til að mýkja áhrifin sem lánafyrirtæki urðu fyrir vegna vanskila á bandarískum fasteignalánamarkaði. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur hins vegar ítrekað neitað að lækka stýrivexti fyrr en verðbólga hjaðni í Bandaríkjunum. Sumir fjárfestar vestanhafs gera ráð fyrir því að bankinn geti lækkað vextina fyrr en hann áætlaði vegna aðstæðna á fjármálamarkaði. Því sé rétti tíminn til að fjárfesta í hlutabréfum, að því er fréttastofan Associated Press hefur eftir nokkrum þeirra. Þá hefur fréttastofan eftir öðrum, að seðlabankinn sjái sér ekki annað fært í stöðunni en að lækka vextina þar sem útlit sé fyrir að hátt stýrivaxtastig hafi leitt til aukinna vanskila, ekki síst hjá þeim sem eru með litla greiðslugetu. Það geti svo aftur komið niður á einkaneyslu sem hafi bein áhrif á hagvöxt í Bandaríkjunum. Stýrivextir í Bandaríkjunum eru 5,25 prósent og hafa staðið óbreyttir síðan í júní í fyrra. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,9 prósent í dag og stendur hún í 13.293,44 stigum. Nasdaq-vísitalan bætti 2,50 prósentum við sig og endaði í 2.563,16 stigum en S&P-vísitalan hækkaði um 2,19 prósent og endaði í 1.463,76 stigum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira