Erlent

Sjálfsvíg í Páfagarði

Óli Tynes skrifar
Svissneska varðsveitin var stofnuð árið 1506.
Svissneska varðsveitin var stofnuð árið 1506.

Tuttugu og fimm ára gamall lögreglumaður í Páfagarði lést í dag af skotsárum og er talið að hann hafi framið sjálfsvíg. Lögreglusveit Páfagarðs er talin til úrvalssveita og meðlimir hennar vandlega valdir og þjálfaðir. Ekki síst er fylgst með andlegri heilsu þeirra eftir mikið ofbeldisverk sem var framið í Páfagarði árið 1998.

Það ár myrti ungur liðsmaður í svissnesku varðsveitinni svokölluðu næsta yfirmann sinn og eiginkonu hans og svipti svo sjálfan sig lífi. Aldagömul hefð er fyrir því að hinir skrautklæddu lífverðir páfa komi úr svissneska hernum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×