Nýr stjóri yfir bjórbrugginu 3. september 2007 10:22 Jørgen Buhl Rasmussen hefur ráðinn forstjóri danska bjórframleiðandans Carlsberg. Hann tekur við af Nils Smedegaard Andersen í byrjun næsta mánaðar en í júní var Andersen ráðinn yfir danska skiparisanum A.P. Möller-Mærsk, eins stærsta skipafélags í heimi. Jess Søderberg, fráfarandi forstjóri skipafélagsins, ætlar hins vegar að setjast í helgan stein. Rasmussen hefur frá síðasta ári stýrt Carlsberg í Rússlandi og A-Evrópu. Að sögn Berlingske Tidende komu fimm til greina sem eftirmenn Andersens. Carlsberg hefur átt góðu gengi að fagna síðustu ár, ekki síst á síðustu tveimur árum. Á sama tíma hefur afkoma Mærsk hins vegar dregist saman, meðal annars vegna aukins kostnaðar í skipaflutningum. Bandaríska fréttaveitan Bloomberg hefur eftir greinendum í Kaupmannahöfn þegar Andersen var ráðinn til starfa að þeir undruðust valið. Hann kæmi úr smásöluverslun og hefði litla reynslu af rekstri fyrirtækja á borð við A.P. Möller-Mærsk. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Jørgen Buhl Rasmussen hefur ráðinn forstjóri danska bjórframleiðandans Carlsberg. Hann tekur við af Nils Smedegaard Andersen í byrjun næsta mánaðar en í júní var Andersen ráðinn yfir danska skiparisanum A.P. Möller-Mærsk, eins stærsta skipafélags í heimi. Jess Søderberg, fráfarandi forstjóri skipafélagsins, ætlar hins vegar að setjast í helgan stein. Rasmussen hefur frá síðasta ári stýrt Carlsberg í Rússlandi og A-Evrópu. Að sögn Berlingske Tidende komu fimm til greina sem eftirmenn Andersens. Carlsberg hefur átt góðu gengi að fagna síðustu ár, ekki síst á síðustu tveimur árum. Á sama tíma hefur afkoma Mærsk hins vegar dregist saman, meðal annars vegna aukins kostnaðar í skipaflutningum. Bandaríska fréttaveitan Bloomberg hefur eftir greinendum í Kaupmannahöfn þegar Andersen var ráðinn til starfa að þeir undruðust valið. Hann kæmi úr smásöluverslun og hefði litla reynslu af rekstri fyrirtækja á borð við A.P. Möller-Mærsk.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira