Erlent

Varnarmálaráðherra Svíþjóðar fór í fússi

Óli Tynes skrifar
Svíar framleiða sjálfir sínar hátækni orrustuþotur.
Svíar framleiða sjálfir sínar hátækni orrustuþotur.

Varnarmálaráðherra Svíþjóðar hefur sagt af sér vegna deilna við fjármálaráðherrann um framlög til landvarna. Ráðherrarnir eru flokksbræður í hægriflokknum Moderatarna. Svíþjóð heldur úti vel þjálfuðum her búnum hátæknivopnum. Framlög til varnarmála hafa hinsvegar verið skorin verulega niður undanfarin ár.

Mikael Odenberg, varnarmálaráðherra er mjög reyndur stjórnmálamaður og hefur setið í hinni borgaralegu ríkisstjórn Friðriks Reifelds síðan hún var stofnuð haustið 2006. Þar áður var hann þingflokksformaður Moderatarna.

Honum hefur lent harkalega saman við Anders Borg fjármálaráðherra vegna fjárframlaga til varnarmála. Og þegar Borg tilkynnti um þrjátíu milljarða króna samdrátt til þess málaflokks á næstu árum, var Odenberg nóg boðið. Hann sagði af sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×