Greenspan segir fjárfesta áhyggjufulla 7. september 2007 10:11 Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Mynd/Reuters Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir fjárfesta áhyggjufulla og einkenni ótti þeirra stöðuna á fjármálamarkaði upp á síðkastið. Hann líkti ástandinu á hlutabréfamörkuðum í kjölfar mikilla vanskila á bandarískum fasteignalánamarkaði nú við fall á mörkuðum árið 1987 og 1998. Greenspan, sem starfar sem ráðgjafi vogunarstjóða og ýmissa fjármálafyrirtækja, sagði ennfremur í ræðu, sem hann hélt í Washington í vikunni, að hækkun á hlutabréfamarkaði væri líkast bólu. „En mannkyn hefur aldrei kunnað að meðhöndla bólum," sagði hann og beitti þar fyrir sig svipuðu orðfæri og þegar hann lýsti hækkun á gengi hlutabréfa í Kína fyrr á árinu. „Það er óttinn sem stýrir ákvörðunum manna nú," sagði hann og líkti niðursveiflu á mörkuðum frá því skömmu eftir miðjan júlí við fall á hlutabréfamörkuðum á fyrri árum. Árið 1987 féll Dow Jones-vísitalan um rúm 20 prósent á einum degi en það er mesta lækkun hennar á friðartímum. Árið 1997 gekk hins vegar yfir mikil efnahagslægð yfir Asíu. Áhrifanna gætti á öðrum fjármálamörkuðum nokkru síðar, eða í Rússlandi og Brasilíu árið eftir. Í kjölfarið núllstillti japanski seðlabankinn stýrivexti til að blása í glæður efnahagslífsins og voru þeir ekki hækkaði fyrr en á síðasta ári. Breska ríkisútvarpið hefur eftir bandaríska seðlabankanum að tap fjármálafyrirtækja þar í landi nemi allt að 100 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 6.441 milljarði íslenskra króna, vegna vanskila á annars flokks fasteignalánum. Mjög hefur verið þrýst á að bankinn lækki stýrivexti til að auðvelda fjármálafyrirtækjum aðgengi að lánsfé og koma í veg fyrir lausafjárskort. Reiknað er með að það gangi eftir á næsta vaxtaákvörðunarfundi seðlabankans 18. september næstkomandi. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir fjárfesta áhyggjufulla og einkenni ótti þeirra stöðuna á fjármálamarkaði upp á síðkastið. Hann líkti ástandinu á hlutabréfamörkuðum í kjölfar mikilla vanskila á bandarískum fasteignalánamarkaði nú við fall á mörkuðum árið 1987 og 1998. Greenspan, sem starfar sem ráðgjafi vogunarstjóða og ýmissa fjármálafyrirtækja, sagði ennfremur í ræðu, sem hann hélt í Washington í vikunni, að hækkun á hlutabréfamarkaði væri líkast bólu. „En mannkyn hefur aldrei kunnað að meðhöndla bólum," sagði hann og beitti þar fyrir sig svipuðu orðfæri og þegar hann lýsti hækkun á gengi hlutabréfa í Kína fyrr á árinu. „Það er óttinn sem stýrir ákvörðunum manna nú," sagði hann og líkti niðursveiflu á mörkuðum frá því skömmu eftir miðjan júlí við fall á hlutabréfamörkuðum á fyrri árum. Árið 1987 féll Dow Jones-vísitalan um rúm 20 prósent á einum degi en það er mesta lækkun hennar á friðartímum. Árið 1997 gekk hins vegar yfir mikil efnahagslægð yfir Asíu. Áhrifanna gætti á öðrum fjármálamörkuðum nokkru síðar, eða í Rússlandi og Brasilíu árið eftir. Í kjölfarið núllstillti japanski seðlabankinn stýrivexti til að blása í glæður efnahagslífsins og voru þeir ekki hækkaði fyrr en á síðasta ári. Breska ríkisútvarpið hefur eftir bandaríska seðlabankanum að tap fjármálafyrirtækja þar í landi nemi allt að 100 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 6.441 milljarði íslenskra króna, vegna vanskila á annars flokks fasteignalánum. Mjög hefur verið þrýst á að bankinn lækki stýrivexti til að auðvelda fjármálafyrirtækjum aðgengi að lánsfé og koma í veg fyrir lausafjárskort. Reiknað er með að það gangi eftir á næsta vaxtaákvörðunarfundi seðlabankans 18. september næstkomandi.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira