Fótbolti

Jafnt hjá Ítalíu og Frakklandi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Filippo Inzaghi skoraði næstum.
Filippo Inzaghi skoraði næstum.

Ekkert var skorað í viðureign Ítalíu og Frakklands í B-riðli undankeppni Evrópumótsins. Þessi tvö lið mættust í úrslitaleik síðustu heimsmeistarakeppni þar sem Ítalía fór með sigur af hólmi í vítaspyrnukeppni. Liðin skildu hinsvegar jöfn í kvöld.

Ítalir voru sterkari í leiknum og komust næst því að skora þegar Filippo Inzaghi átti skot í tréverkið.

Staðan í riðlinum er athyglisverð en það eru spennandi leikir framundan. Frakkland er á toppi riðilsins með nítján stig, Skotland hefur átján og Ítalía sautján. Í fjórða sæti kemur Úkraína með þrettán stig og á að auki leik inni.

Undankeppni EM - B riðill

Skotland - Litháen 3-1

Georgía - Úkraína 1-1

Ítalía - Frakkland 0-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×