Bandarískum hermönnum ekki fækkað strax Guðjón Helgason skrifar 10. september 2007 19:05 Meira en helmingur Íraka segir árásir á bandaríska hermenn í landinu réttlætanlegar. Skýrsla um framvindu stríðsins í Írak var kynnt í dag. Breska ríkisútvarpið, BBC, og bandaríska sjónvarpsstöðin ABC hafa látið gera könnun um viðhorf Íraka til aðgerða Bandaríkjamanna í landinu og hvernig þeir vilji taka á erlendu herliði. Meirihluti Íraka telur árásir á bandaríska hermenn réttlætanlegar. 93% súnnía telja árásir í lagi og helmingur sjía. Aðeins 5% Kúrda eru á sama máli. Árásir á íraskar sveitir eru síður ásættanlegar samkvæmt könnuninni. 18% Súnnía segja þær í lagi en aðeins 2% Sjía og Kúrda. Spurt var hvenær erlendar hersveitir eigi að fara frá Írak. Yfirgnæfandi meirihluti Súnnía vill að þær fari strax en innan við helmingur sjía sem vilja leggja áherslu á að tryggja öryggi almennra borgara eða styrk ríkisstjórnar. Einnig var spurt það hafi skilað árangri í öryggisgæslfu að fjölga bandarískum hermönnum í Bagdad og næsta nágrenni. 168 þúsund bandarískir hermenn eru nú í landinu en frá febrúar og fram í júní fjölgaði þeim um 30 þúsund. Mikill meirihluti Íraka segir ástandið verra á þessum svæðum og skiptir litlu hvort talað er við súnnía eða sjía. Heraflinn í Írak var til umræðu í Washington í dag þegar David Petraeus, yfirhershöfðingi í Írak, og Ryan Crocker, sendiherra Bandaríkjanna, kynntu Bandaríkjaþingi skýrslu sína um málið. Þeir koma fyrir þingnefndir í dag og næstu tvo daga. Petraeus sagði markmiðum með fjölgun í herliðinu að mestu náð. Árásum og ódæðum hafi fækkað. Hann segir þó ekki hægt að fækka hermönnum fyrr en næsta sumar. Petraeus segir þá óhætt að kalla um 30 þúsund hermenn heim og síðan verði haldið áfram stig af stigi. Ómögulegt sé þó að segja til um hversu hratt það geti gengið. Erlent Fréttir Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Sjá meira
Meira en helmingur Íraka segir árásir á bandaríska hermenn í landinu réttlætanlegar. Skýrsla um framvindu stríðsins í Írak var kynnt í dag. Breska ríkisútvarpið, BBC, og bandaríska sjónvarpsstöðin ABC hafa látið gera könnun um viðhorf Íraka til aðgerða Bandaríkjamanna í landinu og hvernig þeir vilji taka á erlendu herliði. Meirihluti Íraka telur árásir á bandaríska hermenn réttlætanlegar. 93% súnnía telja árásir í lagi og helmingur sjía. Aðeins 5% Kúrda eru á sama máli. Árásir á íraskar sveitir eru síður ásættanlegar samkvæmt könnuninni. 18% Súnnía segja þær í lagi en aðeins 2% Sjía og Kúrda. Spurt var hvenær erlendar hersveitir eigi að fara frá Írak. Yfirgnæfandi meirihluti Súnnía vill að þær fari strax en innan við helmingur sjía sem vilja leggja áherslu á að tryggja öryggi almennra borgara eða styrk ríkisstjórnar. Einnig var spurt það hafi skilað árangri í öryggisgæslfu að fjölga bandarískum hermönnum í Bagdad og næsta nágrenni. 168 þúsund bandarískir hermenn eru nú í landinu en frá febrúar og fram í júní fjölgaði þeim um 30 þúsund. Mikill meirihluti Íraka segir ástandið verra á þessum svæðum og skiptir litlu hvort talað er við súnnía eða sjía. Heraflinn í Írak var til umræðu í Washington í dag þegar David Petraeus, yfirhershöfðingi í Írak, og Ryan Crocker, sendiherra Bandaríkjanna, kynntu Bandaríkjaþingi skýrslu sína um málið. Þeir koma fyrir þingnefndir í dag og næstu tvo daga. Petraeus sagði markmiðum með fjölgun í herliðinu að mestu náð. Árásum og ódæðum hafi fækkað. Hann segir þó ekki hægt að fækka hermönnum fyrr en næsta sumar. Petraeus segir þá óhætt að kalla um 30 þúsund hermenn heim og síðan verði haldið áfram stig af stigi. Ómögulegt sé þó að segja til um hversu hratt það geti gengið.
Erlent Fréttir Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Sjá meira