Erlent

Víkingarnir upphafsmenn hnattvæðingar

"Hvenær sagðirðu að fundurinn ætti að byrja, Naddoður ?"
"Hvenær sagðirðu að fundurinn ætti að byrja, Naddoður ?"
Hnattvæðingin er í brennidepli í norrænu samstarfi. Sameiginlega eiga Norðurlönd mikla möguleika á því að nýta sér þau tækifæri sem felast í hnattvæðingunni. En hún er ekki ný af nálinni, segir Jan-Erik Enestam, framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs. "Við gætum meira að segja haldið því fram að víkingarnir hafi á sínum tíma hafið hnattvæðinguna, með ránsferðum sínum til annarra landa. Viðskiptaaðferðir víkinganna voru ekki alltaf eftir bókinni, en mjög áhrifaríkar." Þetta grínaðist Enestam með í upphafi ræðu sem hann hélt á ráðstefnu í Kaupmannahöfn á þriðjudag.

Enestam benti einnig á Kalmarsambandið frá árunum 1307-1521, sem var samstarf milli Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur, og fólst í því að löndin skyldu koma fram sem eitt ríki í samskiptum við önnur ríki og aðstoða hvert annað á stríðstímum.

"En samstarfið var byggt á efnahagslegum ávinningi, við erum sterkari ef við vinnum saman", sagði Enestam.

Hann ræddi um hnattvæðingarferlið sem Norðurlandaráð hrinti af stað og norrænu forsætisráðherrarnir hafa ákveðið að styðja. Enestam lagði áherslu á að ekki væri lengur nægilegt fyrir einstök ríki að setja sér stefnu, það yrði að marka heildarstefnu fyrir öll norrænu ríkin.

"Rökin eru enn þau sömu og þau voru í vinsælum barnaþáttum á áttunda áratug síðustu aldar "Fimm maurar eru fleiri en þrír fílar"," sagði Enestam að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×