Fótbolti

Ronaldo verður klár eftir þrjár vikur

NordicPhotos/GettyImages

Jose Luis Runco, læknir brasilíska landsliðsins í knattspyrnu, segir að framherjinn Ronaldo hjá AC Milan ætti að vera orðinn leikfær eftir þrjár vikur. Ronaldo er meiddur á læri en ítalskir fjölmiðlar óttuðust að læknirinn notaði ólögleg lyf til að koma leikmanninum á stað á ný. Runco vísar því alfarið á bug.

"Ég held að Ronaldo verði orðinn heill heilsu eftir um þrjár vikur," sagði Runco og neitaði skrifum ítölsku blaðanna sem fullyrtu að hann ætlaði að nota vaxtarhormón til að flýta fyrir batanum. "Þetta er allt á misskilningi byggt," sagði læknirinn.

Ronaldo meiddist í lok júlí og var undir læknishöndum í Antverpen áður en hann fór til Rio til að hitta lækni brasilíska landsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×