Erlent

Bretar verða að lappa upp á gömul kjarnorkuver

Óli Tynes skrifar
Hunterston kjarnorkuverið í Bretlandi. Til stendur  að loka því árið 2011.
Hunterston kjarnorkuverið í Bretlandi. Til stendur að loka því árið 2011.

Forstjóri bresku Orkustofnunarinnar segir að Bretar verði að halda gömlum kjarnorkuverum sínum gangandi eins lengi og hægt er. Ellegar verði orkuskortur í landinu eftir fimm til sjö ár. Stofnunin er nú að athuga möguleika á að halda tveimur gömlum orkuverum gangandi en ætlunin var að loka þeim árið 2011.

Bill Coley, segir að þeir sjái framá að raforkuverð hækki það mikið á næstu árum að það verði fjárhagslega hagkvæmt að endurnýja kjarnorkuverin.

Coley sagði ennfremur að Orkustofnunin sé þegar farin að leita að samvinnuaðilum við að reisa ný kjarnorkuver, ef ríkisstjórnin gefur grænt ljós á smíði þeirra. Græningjar í Bretlandi eru mjög andvígir því að ný kjarnorkuver verði reist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×