Viðskipti erlent

Hlutabréf lækka í Bandaríkjunum

Frá hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum.
Frá hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum. Mynd/AFP

Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð eftir opnun fjármálamarkaða vestanhafs í kjölfar talna um vöxt í smásöluverslun þar í landi í ágúst. Tölurnar ollu fjárfestum nokkrum vonbrigðum. Smásöluverslu jókst um 0,3 prósent en vonast var til að hann yrði helmingi meiri. Aukin bílasala í síðasta mánuði miðað við síðasta ár vegur hins vegar á móti.

Bílasala jókst um 2,8 prósent á milli mánaða í ágúst og hefur ekki verið meiri síðan í júlí í fyrra.

Dow Jones-vísitalan hefur það sem af er dags lækkað um 0,41 prósent, Nasdaq-vísitalan um 0,3 prósent og S&P-vísitalan hefur lækkað um 0,31 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×