Viðskipti erlent

Deutsche Bank í krísu vegna óróleikans

Forstjóri þýska bankans Deutsche Bank stígur úr pontu. Bankinn verður að afskrifa 56 milljarða vegna óróleika á fjármálamörkuðum.
Forstjóri þýska bankans Deutsche Bank stígur úr pontu. Bankinn verður að afskrifa 56 milljarða vegna óróleika á fjármálamörkuðum. Mynd/AFP

Þýski bankinn Deutsche Bank hefur tilkynnt að hann muni þurfa að færa verðmæti fjármögnunarsamninga niður um allt að 625 milljónir evra, jafnvirði tæpra 56 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi vegna mistaka sem bankinn gerði á uppgangstímum á fjármálamörkuðum sem lauk með lánsfjárkreppu í síðustu mánuðum.

Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans í dag segir að bankinn hafi upplýst um það 4. september síðastliðinn að hann hefði gert samninga um fjármögnun skuldsettra yfirtaka fyrirtækja fyrir 29 milljarða evra. Vandræði á fjármálamörkuðum vegna ótryggra húsnæðislána í Bandaríkjunum og dýrari fjármögnun rýra verðmæti samninga hins vegar verulega. Þá hefur bankinn sömuleiðis hætt við að fjölga starfsmönnum bankans um sex prósent.

Þá gera flestir ráð fyrir því að Deutsche Bank komi verst út úr húsnæðislánavandanum í Bandaríkjunum af evrópsku bönkunum, að sögn greiningardeilda Landsbankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×