Fótbolti

Kjartan hefur brotið ísinn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Kjartan Henry Finnbogason.
Kjartan Henry Finnbogason.

Margir Íslendingar komu við sögu í sænska fótboltanum í kvöld en þá var leikið í tveimur efstu deildunum þar í landi. Sigurður Jónsson og lærisveinar hans í Djurgården gerðu jafntefli 1-1 við AIK í kvöld.

Djurgården er enn í fyrsta sæti efstu deildar en forysta liðsins er þó naum. Heiðar Geir Júlíusson sat allan tímann á varamannabekk Hammarby sem vann 2-1 útisigur gegn Elfsborg.

Þá lék Ólafur Ingi Skúlason allan leikinn fyrir Helsingborg sem mætti Örebro. Þrátt fyrir tvö mörk frá Henrik Larsson náði Helsingborg ekki sigri en Örebro vann leikinn 4-3.

Í sænsku 1. deildinni náði Kjartan Henry Finnbogason að skora sitt fyrsta mark fyrir Åtvidaberg en liðið vann 2-1 sigur á Enköping. Kjartan Henry fór af velli á 63. mínútu.

Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn fyrir Öster sem vann Jönköping Sötra 2-0 og þá lék Ari Freyr Skúlason fyrstu 75 mínúturnar fyrir Häcken sem tapaði fyrir Degerfors.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×