Fótbolti

Norrköping fékk skell

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Garðar Gunnlaugsson í búningi Dunfermline í upphafi árs 2006.
Garðar Gunnlaugsson í búningi Dunfermline í upphafi árs 2006. Mynd/SNS

Einn leikur fór fram í sænsku 1. deildinni í kvöld.

Norrköping, sem í síðasta leik tryggði sér úrvalsdeildarsætið, fékk skell gegn Sundsvall á útivelli, 3-0.

Stefán Þór Þórðarson var í byrjunarliði Norrköping en var tekinn af velli á 56. mínútu. Garðar Gunnlaugsson var á bekknum en kom inn á á 74. mínútu.

Johan Patriksson, leikmaður Sundsvall, skoraði tvívegis í kvöld og jafnaði þar með árangur Garðars í sumar sem til þessa hefur verið markahæstur í deildinni með fjórtán mörk.

Garðar hefur fá tækifæri fengið undanfarið og hefur ekki skorað í nokkrar vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×