Ársmiðar uppseldir hjá Boston 28. september 2007 14:45 Ray Allen, Kevin Garnett og Paul Pierce vekja vonir Boston-manna á ný NordicPhotos/GettyImages Mikil spenna ríkir nú í Boston eftir að lið Celtics fékk til sín stjörnuleikmennina Kevin Garnett og Ray Allen í sumar. Þetta er í fyrsta skipti sem ársmiðar eru uppseldir hjá félaginu síðan liðið flutti úr gamla Boston-garðinum. "Sigurleikir eru besta markaðssetningin, en vonin um sigra er næstbesta markaðssetningin," sagði Rich Gotham, forseti Boston þegar hann var spurður út í miðasöluna í sumar og haust. Boston er sigursælasta félagið í sögu NBA en félagið hefur ekki unnið nema þrjú einvígi í úrslitakeppni á síðustu níu árum og endaði leiktíðina í vor með skelfilegan árangur - 24 sigra og 58 töp. Það olli gríðarlegum vonbrigðum í Boston eftir skelfilegan vetur í fyrra þegar liðið datt svo heldur ekki í lukkupottinn í nýliðavalinu í sumar. Væntingarnar tóku hinsvegar kipp þegar forráðamenn félagsins fóru á markaðinn og skiptu burtu ungum og efnilegum leikmönnum í skiptum fyrir reyndar stórstjörnur. "Það eru gríðarlegar væntingar hérna núna en liðið hefur ekki gert neitt enn. Vissulega getur þetta lið gert góða hluti, en enn sem komið er ekkert þarna úti nema góðar vonir - vonir um að geta hengt upp nýjan meistaraborða í rjáfur hallarinnar," sagði Danny Ainge, framkvæmdastjóri Celtics. Þegar eru um 80% af ársmiðum seldir hjá félaginu - allir miðar sem seldir voru í forsölu og eru á annað borð í sölu hjá félaginu. Aðrir miðar eru í eigu stórfyrirtækja og einkaaðila. Sala á sérstökum ársmiðapökkum jókst um 40% í sumar frá því sem var árið áður. Gamli heimavöllurinn Boston Garden var yfirleitt þétt skipaður á gullaldarárum félagsins. Boston á NBA metið í miðasölu og einu sinni var uppselt á leiki liðsins 661 leik í röð. Þegar liðið vann þann síðasta af 16 meistaratitlum sínum í NBA voru hvorki meira né minna en 6,000 manns á biðlista eftir ársmiðum. Nýji heimavöllurinn hjá Boston tekur 18,624 áhorfendur í sæti en á síðustu leiktíð var aðeins uppselt á níu af 41 heimaleik liðsins í deildarkeppninni - venjulega þegar stórstjörnur á borð við Kobe Bryant eða LeBron James komu í heimsókn. NBA Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira
Mikil spenna ríkir nú í Boston eftir að lið Celtics fékk til sín stjörnuleikmennina Kevin Garnett og Ray Allen í sumar. Þetta er í fyrsta skipti sem ársmiðar eru uppseldir hjá félaginu síðan liðið flutti úr gamla Boston-garðinum. "Sigurleikir eru besta markaðssetningin, en vonin um sigra er næstbesta markaðssetningin," sagði Rich Gotham, forseti Boston þegar hann var spurður út í miðasöluna í sumar og haust. Boston er sigursælasta félagið í sögu NBA en félagið hefur ekki unnið nema þrjú einvígi í úrslitakeppni á síðustu níu árum og endaði leiktíðina í vor með skelfilegan árangur - 24 sigra og 58 töp. Það olli gríðarlegum vonbrigðum í Boston eftir skelfilegan vetur í fyrra þegar liðið datt svo heldur ekki í lukkupottinn í nýliðavalinu í sumar. Væntingarnar tóku hinsvegar kipp þegar forráðamenn félagsins fóru á markaðinn og skiptu burtu ungum og efnilegum leikmönnum í skiptum fyrir reyndar stórstjörnur. "Það eru gríðarlegar væntingar hérna núna en liðið hefur ekki gert neitt enn. Vissulega getur þetta lið gert góða hluti, en enn sem komið er ekkert þarna úti nema góðar vonir - vonir um að geta hengt upp nýjan meistaraborða í rjáfur hallarinnar," sagði Danny Ainge, framkvæmdastjóri Celtics. Þegar eru um 80% af ársmiðum seldir hjá félaginu - allir miðar sem seldir voru í forsölu og eru á annað borð í sölu hjá félaginu. Aðrir miðar eru í eigu stórfyrirtækja og einkaaðila. Sala á sérstökum ársmiðapökkum jókst um 40% í sumar frá því sem var árið áður. Gamli heimavöllurinn Boston Garden var yfirleitt þétt skipaður á gullaldarárum félagsins. Boston á NBA metið í miðasölu og einu sinni var uppselt á leiki liðsins 661 leik í röð. Þegar liðið vann þann síðasta af 16 meistaratitlum sínum í NBA voru hvorki meira né minna en 6,000 manns á biðlista eftir ársmiðum. Nýji heimavöllurinn hjá Boston tekur 18,624 áhorfendur í sæti en á síðustu leiktíð var aðeins uppselt á níu af 41 heimaleik liðsins í deildarkeppninni - venjulega þegar stórstjörnur á borð við Kobe Bryant eða LeBron James komu í heimsókn.
NBA Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira