LÍ sagður bjóða 87 milljarða í írskan sparisjóð 4. október 2007 10:44 Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjórar Landsbankans. Landsbankinn er sagður líklegur til að gera tilboð í írska sparisjóðinn Irish Nationwide Building Society á næstunni. Kaupverð liggur í um einum milljarði evra, jafnvirði 87 milljörðum íslenskra króna, að sögn írska dagblaðsins Independent. Þrálátur orðrómur hefur verið um að Landsbankinn sé að skoða kaup á sparisjóðnum frá í maí síðastliðnum þegar Landsbankinn fékk HSBC, einn stærsta banka í Evrópu, til ráðgjafar um hugsanlegt tilboðferli. Að sögn Independent eru meiri líkur nú en áður á því að Landsbankinn bjóði í sparisjóðinn þar sem aðrir keppinautar bankans um Irish Nationwide Society séu að íhuga að hætta við kaupin. Írski sparisjóðurinn var metinn á 1,5 milljarða evra, jafnvirði rúmra 130 milljarða króna, fyrir ári. Markaðsvirði sparisjóðsins hefur hins vegar lækkað snarlega upp á síðkastið í kjölfar óróleika á fjármálamörkuðum sem stafar af vanskilaaukningu á bandarískum fasteignalánamarkaði. Það hefur komið harkalega niður á gengi fjármálafyrirtækja víða um heim. Irish Nationwide Society er í eigu 125 þúsund félagsmanna sem ýmist eru lánveitendur eða lántakar. Í byrjun maí síðastliðnum var talið að gengi salan í gegn myndi hlutur hvers og eins verða á bilinu 10-15 þúsund evrur verði fallist á söluna. Independent telur hins vegar að nú fái þeir um átta þúsund pund fyrir hlut sinn. Independent hefur eftir heimildum að Michael Fingleton, forstjóra sparisjóðsins, hafi verið ráðlagt að setja söluferlið á salt þar til óróleiki á fjármálamörkuðum líði hjá. Engu að síður er tekið fram að Fingleton vilji ljúka sölunni fyrir janúar á næsta ári en þá nær hann sjötugsaldri. Gengi hlutabréfa í Landsbankanum hefur hækkað um tæpt prósentustig í dag og stendur gengi bankans í 42,3 krónum á hlut. Það hefur aldrei verið meira. Í byrjun síðasta mánaðar var fjárfestingageta bankans um þrjátíu milljarðar króna án útgáfu nýs hlutafjár. Landsbankinn vildi ekki tjá sig um málið. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Landsbankinn er sagður líklegur til að gera tilboð í írska sparisjóðinn Irish Nationwide Building Society á næstunni. Kaupverð liggur í um einum milljarði evra, jafnvirði 87 milljörðum íslenskra króna, að sögn írska dagblaðsins Independent. Þrálátur orðrómur hefur verið um að Landsbankinn sé að skoða kaup á sparisjóðnum frá í maí síðastliðnum þegar Landsbankinn fékk HSBC, einn stærsta banka í Evrópu, til ráðgjafar um hugsanlegt tilboðferli. Að sögn Independent eru meiri líkur nú en áður á því að Landsbankinn bjóði í sparisjóðinn þar sem aðrir keppinautar bankans um Irish Nationwide Society séu að íhuga að hætta við kaupin. Írski sparisjóðurinn var metinn á 1,5 milljarða evra, jafnvirði rúmra 130 milljarða króna, fyrir ári. Markaðsvirði sparisjóðsins hefur hins vegar lækkað snarlega upp á síðkastið í kjölfar óróleika á fjármálamörkuðum sem stafar af vanskilaaukningu á bandarískum fasteignalánamarkaði. Það hefur komið harkalega niður á gengi fjármálafyrirtækja víða um heim. Irish Nationwide Society er í eigu 125 þúsund félagsmanna sem ýmist eru lánveitendur eða lántakar. Í byrjun maí síðastliðnum var talið að gengi salan í gegn myndi hlutur hvers og eins verða á bilinu 10-15 þúsund evrur verði fallist á söluna. Independent telur hins vegar að nú fái þeir um átta þúsund pund fyrir hlut sinn. Independent hefur eftir heimildum að Michael Fingleton, forstjóra sparisjóðsins, hafi verið ráðlagt að setja söluferlið á salt þar til óróleiki á fjármálamörkuðum líði hjá. Engu að síður er tekið fram að Fingleton vilji ljúka sölunni fyrir janúar á næsta ári en þá nær hann sjötugsaldri. Gengi hlutabréfa í Landsbankanum hefur hækkað um tæpt prósentustig í dag og stendur gengi bankans í 42,3 krónum á hlut. Það hefur aldrei verið meira. Í byrjun síðasta mánaðar var fjárfestingageta bankans um þrjátíu milljarðar króna án útgáfu nýs hlutafjár. Landsbankinn vildi ekki tjá sig um málið.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira