
Handbolti
Afturelding burstaði ÍBV

Einn leikur fór fram í N-1 deild karla í handbolta í kvöld og einn í kvennaflokki. Karlalið Aftureldingar burstaði botnlið ÍBV 42-29 eftir að hafa verið 8 mörkum yfir í hálfleik. Í kvennaflokki vann Grótta öruggan sigur á FH 28-21. Grótta er í þriðja sæti deildarinnar en FH í næstneðsta sætinu.