Fótbolti

Veigar með tvö fyrir Stabæk

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Veigar Páll skoraði tvívegis fyrir Stabæk í dag.
Veigar Páll skoraði tvívegis fyrir Stabæk í dag. Mynd/Scanpix

Veigar Páll Gunnarsson lét gagnrýnendur sína heyra það með því að skora tvívegis í 4-2 sigri Stabæk á Álasundi í dag.

Mikið var skrifað um Veigar Pál eftir tap Stabæk fyrir Lyn um síðustu helgi. Því máli virðist nú lokið því hann spilaði allan leikinn í dag og tryggði sínum mönnum sigur með tveimur mörkum eftir að staðan var jöfn, 2-2.

Haraldur Freyr Guðmundsson spilaði allan leikinn fyrir Álasund.

Viking tapaði óvænt fyrir Tromsö á útivelli, 2-1, og þar með færðist Brann skrefi nær meistaratitlinum.

Forysta Brann er nú orðin sex stig þegar liðið á fjóra leiki eftir en Stabæk, sem er nú í öðru sæti, á þrjá leiki eftir.

Sigri Brann Lyn annað kvöld er nánast öruggt að liðið verði norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1963.

Hannes Þ. Sigurðsson kom inn á sem varamaður í liði Viking í dag en náði ekki að skora. Hann fékk þó gott færi sem hann fór illa með.

Birkir Bjarnason var sömuleiðis á bekknum en fékk ekki tækifæri í dag.

Þá vann Strömsgodset 4-0 sigur á Sandefjord. Guðmundur Pétursson kom inn á sem varmaður í síðarnefnda liðinu á 75. mínútu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×