Erlent

Síðasti kafbáturinn fundinn

Óli Tynes skrifar
U-2359 var sökkt við strendur Danmerkur.
U-2359 var sökkt við strendur Danmerkur.

Kafarar hafa fundið flakið af síðasta kafbátnum sem Þjóðverjar sendu til Noregs í síðari heimsstyrjöldinni. Það var rétt undir lok stríðsins og talið er að Horden í Noregi hafi verið áfangastaður bátsins. Breskar Mosquito sprengjuflugvélar sökktu honum austan við dönsku eyna Læsö.

Kafbáturinn U-2359 var af gerðinni XXIII. Þetta voru litlir bátar en afar fullkomnir. Sá fyrsti þeirra ekki sjósettur fyrr en 1944 og smíðaður í samræmi við þá miklu reynslu sem Þjóðverjar höfðu þá aflað sér í kafbátahönnun.

Tólf manna áhöfn var um borð í kafbátnum og fórust þeir allir í árás Mosquito vélanna. Enginn kafbátur af þessari gerð er til á safni og kafararnir sem fundu hann segja hugsanlegt að þeir reyni að koma hinum upp á yfirborðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×