Erlent

Hálft barnslík fannst við Álaborg

Óli Tynes skrifar

Danir eru slegnir óhug eftir að hálft barnslík fannst á byggingarlóð rétt sunnan við Álaborg. Lögreglan segja að líkið sé af nýfæddu stúlkubarni. Það var aðeins neðri hluti líkamans sem fannst. Það var fjölskylda sem var að láta aka gróðurmold inn á lóð sína, sem fann líkið. Það var í gær, en lögreglan ákvað að tilkynna ekki um fundinn fyrr en í dag í von um að finna hinn helminginn af barninu.

Lögreglan hefur leitað til almennings eftir upplýsingum og biður sérstaklega um upplýsingar um barnshafandi konur sem séu orðnar léttari, en hafi barnið ekki í sinni vörslu. Ekki er vitað um dánarorsökina. Lögreglan segir að hvorttveggja sé mögulegt að barnið hafi fæðst andvana og að það hafi verið myrt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×