Fótbolti

Ármann Smári með feitustu bankabókina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ármann Smári er hér með landsliðsfélaga sínum, Kára Árnasyni.
Ármann Smári er hér með landsliðsfélaga sínum, Kára Árnasyni. Mynd/E. Stefán

Ármann Smári Björnsson á mestar eignir allra íslensku knattspyrnumannanna í Noregi samkvæmt skatttölum í Noregi.

Hægt er að nálgast upplýsingar um eignir, tekjur og skattgreiðslur síðasta árs á norskum vefmiðlum. Samkvæmt úttekt Vísis er Árni Gautur Arason markvörður launahæsti leikmaður Noregs en Ármann Smári Björnsson á hins vegar mestar eignir.

Árni Gautur er með engar uppgefnar eignir í Noregi og gæti það helst stafað af því að hann bindur eignir sínar í öðrum löndum, til að mynda á Íslandi.

Eignir íslensku knattspyrnumannanna í Noregi:

1. Ármann Smári Björnsson, Brann: 5.842.639 íslenskar krónur.

2. Marel Baldvinsson, Molde: 4.593.445 kr.

3. Ólafur Örn Bjarnason, Brann: 2.332.261 kr.

4. Indriði Sigurðsson, Lyn: 1.596.159 kr.

5. Birkir Bjarnason, Viking: 1.067.208 kr.

6. Stefán Gíslason, fyrrum leikmaður Lyn: 886.673 kr.

7. Veigar Páll Gunnarsson, Stabæk: 879.040 kr.

8. Haraldur Freyr Guðmundsson, Álasundi: 295.089 kr.

Eftirtaldir eru með engar uppgefnar eignir:

Árni Gautur Arason, Vålerenga

Kristján Örn Sigurðsson, Brann

Jóhannes Þór Harðarson, Start

Hannes Þ. Sigurðsson, Viking


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×