Ný tækni margfaldar geymslugetu harðra diska 16. október 2007 11:07 Hitachi ætlar að framleiða harðan disk fyrir ferðatölvur sem hefur eitt þúsund gígabæta minni. MYND/AFP Japanska fyrirtækið Hitachi hefur fundið leið til að margfalda geymsluminni harðra diska í tölvum. Því er spáð að tæknin muni fimmfalda núverandi geymslugetu tölvudiska. Aðferðin byggir á tækni sem nóbelsverðlaunahafarnir í eðlisfræði, Albert Fert og Peter Grunberg, fundu upp fyrir tíu árum. Þá olli tæknin byltingu í geymsluminni harðra diska en hefur á undanförnum árum þurft að víkja fyrir nýrri tækni. Vísindamenn hjá Hitachi hafa hins vegar fundið leið til að endurbæta tæknina og með því hefur þeim tekist að margfalda geymslugetu tölvudiska. Segjast vísindamennirnir geta nú komið fyrir allt eitt þúsund gígabæta minni á svæði sem ekki er stærra en 6,4 fersentimetrar. Miðað við núverandi tækni er ekki hægt geyma meira en 200 gígabæt á samsvarandi svæði. Forsvarsmenn Hitachi fyrirtækisins segja að með tækninni sé hægt að framleiða harðan disk með fjögur þúsund gígabæta geymsluminni. Á þessum disk væri hægt að geyma rúmlega milljón lög. Áætlað er að tæknin muni verða aðgengileg almenningi árið 2011. Tækni Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Japanska fyrirtækið Hitachi hefur fundið leið til að margfalda geymsluminni harðra diska í tölvum. Því er spáð að tæknin muni fimmfalda núverandi geymslugetu tölvudiska. Aðferðin byggir á tækni sem nóbelsverðlaunahafarnir í eðlisfræði, Albert Fert og Peter Grunberg, fundu upp fyrir tíu árum. Þá olli tæknin byltingu í geymsluminni harðra diska en hefur á undanförnum árum þurft að víkja fyrir nýrri tækni. Vísindamenn hjá Hitachi hafa hins vegar fundið leið til að endurbæta tæknina og með því hefur þeim tekist að margfalda geymslugetu tölvudiska. Segjast vísindamennirnir geta nú komið fyrir allt eitt þúsund gígabæta minni á svæði sem ekki er stærra en 6,4 fersentimetrar. Miðað við núverandi tækni er ekki hægt geyma meira en 200 gígabæt á samsvarandi svæði. Forsvarsmenn Hitachi fyrirtækisins segja að með tækninni sé hægt að framleiða harðan disk með fjögur þúsund gígabæta geymsluminni. Á þessum disk væri hægt að geyma rúmlega milljón lög. Áætlað er að tæknin muni verða aðgengileg almenningi árið 2011.
Tækni Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira