Skoraði ellefu mörk í fjórtán landsleikjum 17. október 2007 16:15 Bojan heldur hér á verðlaunagripnum sem Spánverjar fengu í Belgíu í sumar. Nordic Photos / AFP Ungstirnið Bojan Krkic er þegar orðið heimsþekkt nafn þó hann sé ekki nema sautján ára gamall. Á sex mánaða tímabili tókst þessum unga Spánverja að skora ellefu mörk í fjórtán leikjum með bæði U-17 og U-21 landsliðum Spánar. Það er afrek sem aðeins þeim allra bestu tekst að ná. Hann er þegar byrjaður að fá tækifærið í aðalliði Barcelona og hefur landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen meðal annarra fengið að kenna á því. Á þessu ári hefur hann tekið þátt í Evrópu- og heimsmeistaramóti U-17 landsliða sem og Evrópumeistaramóti U-21 landsliða. Ísland tók þátt í úrslitakeppni Evrópumóts U-17 liða í Belgíu en þar fögnuðu Krkic og félagar sigri eftir að hafa unnið Englendinga í úrslitaleik. Þar skoraði Krkic fjögur mörk í sjö leikjum, þar á meðal sigurmarkið í úrslitaleiknum. Í heimsmeistarakeppninni skoraði hann sex mörk í fimm leikjum en missti þó af sjálfum úrslitaleiknum. Hann skoraði tvö mörk gegn Hondúras og Suður-Kóreu og sigurmarkið í undanúrslitaleiknum gegn Gana. Hann tók út leikbann í úrslitaleiknum gegn Nígeríu og töpuðu Spánverjar leiknum í vítaspyrnukeppni. Á föstudaginn lék hann í annað skiptið með U-21 liði Spánverja þegar liðið lék gegn Póllandi. Hann skoraði sigurmark leiksins í uppbótartíma. Hann hefur komið við sögu í fjórum leikjum með aðalliði Barcelona á leiktíðinni en ekki tekist enn að skora. „Það liggur ekkert á,“ sagði hann. „Ég er enn að læra og vil nýta hverja einustu mínútu sem þjálfarinn leyfir mér að spila. Ég verð að laga mig að atvinnumennskunni. Allir hafa hjálpað mér mikið, Henry, Eto'o og allir hinir.“ Hann var ekki nema níu ára gamall þegar hann gekk í raðir Börsunga í fyrsta sinn. Faðir hans og alnafni spilaði áður með Rauðu stjörnunni í Belgrad en hann flutti til Spánar og kvæntist spænskri konu. Hann hóf síðan störf fyrir Barcelona árið 1997 og sonurinn hóf æfingar með liðinu tveimur árum síðar. Með unglingaliðum Barcelona skoraði Bojan yngri 960 mörk á sjö árum. Hann braut öll markamet hjá félaginu. Hann vakti fyrst alþjóða eftirtekt á úrslitakeppni Evrópumóts U-17 landsliða í Lúxemborg í fyrra er hann varð markahæsti leikmaður keppninnar. Spánn lenti þá í þriðja sæti en vann ári síðar eins og áður hefur komið fram. Spænski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Ungstirnið Bojan Krkic er þegar orðið heimsþekkt nafn þó hann sé ekki nema sautján ára gamall. Á sex mánaða tímabili tókst þessum unga Spánverja að skora ellefu mörk í fjórtán leikjum með bæði U-17 og U-21 landsliðum Spánar. Það er afrek sem aðeins þeim allra bestu tekst að ná. Hann er þegar byrjaður að fá tækifærið í aðalliði Barcelona og hefur landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen meðal annarra fengið að kenna á því. Á þessu ári hefur hann tekið þátt í Evrópu- og heimsmeistaramóti U-17 landsliða sem og Evrópumeistaramóti U-21 landsliða. Ísland tók þátt í úrslitakeppni Evrópumóts U-17 liða í Belgíu en þar fögnuðu Krkic og félagar sigri eftir að hafa unnið Englendinga í úrslitaleik. Þar skoraði Krkic fjögur mörk í sjö leikjum, þar á meðal sigurmarkið í úrslitaleiknum. Í heimsmeistarakeppninni skoraði hann sex mörk í fimm leikjum en missti þó af sjálfum úrslitaleiknum. Hann skoraði tvö mörk gegn Hondúras og Suður-Kóreu og sigurmarkið í undanúrslitaleiknum gegn Gana. Hann tók út leikbann í úrslitaleiknum gegn Nígeríu og töpuðu Spánverjar leiknum í vítaspyrnukeppni. Á föstudaginn lék hann í annað skiptið með U-21 liði Spánverja þegar liðið lék gegn Póllandi. Hann skoraði sigurmark leiksins í uppbótartíma. Hann hefur komið við sögu í fjórum leikjum með aðalliði Barcelona á leiktíðinni en ekki tekist enn að skora. „Það liggur ekkert á,“ sagði hann. „Ég er enn að læra og vil nýta hverja einustu mínútu sem þjálfarinn leyfir mér að spila. Ég verð að laga mig að atvinnumennskunni. Allir hafa hjálpað mér mikið, Henry, Eto'o og allir hinir.“ Hann var ekki nema níu ára gamall þegar hann gekk í raðir Börsunga í fyrsta sinn. Faðir hans og alnafni spilaði áður með Rauðu stjörnunni í Belgrad en hann flutti til Spánar og kvæntist spænskri konu. Hann hóf síðan störf fyrir Barcelona árið 1997 og sonurinn hóf æfingar með liðinu tveimur árum síðar. Með unglingaliðum Barcelona skoraði Bojan yngri 960 mörk á sjö árum. Hann braut öll markamet hjá félaginu. Hann vakti fyrst alþjóða eftirtekt á úrslitakeppni Evrópumóts U-17 landsliða í Lúxemborg í fyrra er hann varð markahæsti leikmaður keppninnar. Spánn lenti þá í þriðja sæti en vann ári síðar eins og áður hefur komið fram.
Spænski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira