Enski boltinn

Arsenal og Liverpool á eftir Martin Fenin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Martin Fenin gæti verið á leið í ensku úrvalsdeildina.
Martin Fenin gæti verið á leið í ensku úrvalsdeildina. Nordic Photos / Getty Images

Martin Fenin, tvítugur tékkneskur sóknarmaður, hefur vakið athygli fjölda liða víða um Evrópu.

Ensku úrvalsdeildarliðin Arsenal og Liverpool eru meðal þeirra liða sem fylgjast grannt með gangi mála en einnig Werder Bremen, Espanyol og Lazio.

Umboðsmaður hans segir að félagi hans, FK Teplice, hafi ekki borist nein tilboð í hann.

Fenin spilaði með U-20 landsliði Tékka á heimsmeistaramótinu í sumar þar sem hann stóð sig mjög vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×