Enn einn Garðbæingurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald Andri Ólafsson skrifar 18. október 2007 20:04 Sjötti maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í tengslum við fíkniefnasmyglið á Fáskrúðsfirði í vikunni er tengdur Garðarbæjarklíkunni svokölluðu í málinu. Hann heitir Arnar Gústafsson og er fæddur 1980. Þrír af fimm sem sitja í varðhaldi vegna málsins eru úr Garðabæjarklíkunni svokölluðu. Arnar er góðvinur bræðranna Einars Jökuls og Loga Freys Einarssonar, sem og Alvars Óskarssonar en allir eru þeir úr Garðabæ og hafa allir verið handteknir vegna þessa máls. Loga Frey, sem búsettur er í Noregi, var hins vegar sleppt skömmu síðar. Allir þessir menn eru æskuvinur úr Garðabæ og hafa verið viðriðnir fíkniefnaviðskipti undanfarin ár, fyrir utan Loga Frey sem flutti til Noregs fyrir nokkrum árum. Arnar var handtekinn í vikunni en fréttastofa Stöðvar 2 sagðist í kvöld hafa heimildir fyrir því að það hafi verið gert eftir ábendingu frá einum handteknu í málinu. Einar jökull Einarsson er sá eini af þeim sem handtekinn var daginn sem málið komst upp sem ennþá situr í einangrun. Hinir eru allir komnir í lausagæslu. Lögreglan fylgdist grannt með Einari Jökli og Bjarna Hrafnkelssyni sem taldir eru höfuðpaurar málsins áður en það komst upp í síðasta mánuði. Símar þeirra voru hleraðir og þeim veitt eftirför í marga mánuði. Sú rannsókn skildi eftir sig mikið af gögnum sem gagnast við yfirheyrslur nú. Meðal þeirra gagna sem lögregla hefur aflað eru ljósmyndir sem sýna Einar Jökul í bönkum hérlendis að skipta stórum upphæðum í erlendan gjaldeyri. Þá hefur Vísir heimildir fyrir því að lögreglan skoði einnig peningamillifærslur frá Einari og Bjarna inn á vini og vandamenn í Danmörku. Pólstjörnumálið Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira
Sjötti maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í tengslum við fíkniefnasmyglið á Fáskrúðsfirði í vikunni er tengdur Garðarbæjarklíkunni svokölluðu í málinu. Hann heitir Arnar Gústafsson og er fæddur 1980. Þrír af fimm sem sitja í varðhaldi vegna málsins eru úr Garðabæjarklíkunni svokölluðu. Arnar er góðvinur bræðranna Einars Jökuls og Loga Freys Einarssonar, sem og Alvars Óskarssonar en allir eru þeir úr Garðabæ og hafa allir verið handteknir vegna þessa máls. Loga Frey, sem búsettur er í Noregi, var hins vegar sleppt skömmu síðar. Allir þessir menn eru æskuvinur úr Garðabæ og hafa verið viðriðnir fíkniefnaviðskipti undanfarin ár, fyrir utan Loga Frey sem flutti til Noregs fyrir nokkrum árum. Arnar var handtekinn í vikunni en fréttastofa Stöðvar 2 sagðist í kvöld hafa heimildir fyrir því að það hafi verið gert eftir ábendingu frá einum handteknu í málinu. Einar jökull Einarsson er sá eini af þeim sem handtekinn var daginn sem málið komst upp sem ennþá situr í einangrun. Hinir eru allir komnir í lausagæslu. Lögreglan fylgdist grannt með Einari Jökli og Bjarna Hrafnkelssyni sem taldir eru höfuðpaurar málsins áður en það komst upp í síðasta mánuði. Símar þeirra voru hleraðir og þeim veitt eftirför í marga mánuði. Sú rannsókn skildi eftir sig mikið af gögnum sem gagnast við yfirheyrslur nú. Meðal þeirra gagna sem lögregla hefur aflað eru ljósmyndir sem sýna Einar Jökul í bönkum hérlendis að skipta stórum upphæðum í erlendan gjaldeyri. Þá hefur Vísir heimildir fyrir því að lögreglan skoði einnig peningamillifærslur frá Einari og Bjarna inn á vini og vandamenn í Danmörku.
Pólstjörnumálið Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira