Ólöglegt niðurhal stöðvað 23. október 2007 11:30 MYND/Getty Images Lögregluyfirvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lokað einni stærstu sjóræningjavefsíðu tónlistar í heiminum. Gerðar voru húsleitir í nokkrum íbúðum í Amsterdam og einni í Teesside þegar alþjóðalögreglan Interpol réðist til atlögu gegn meðlimavefsíðunni OiNK. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í Bretlandi í tengslum við málið í morgun. Oink var stjórnað frá Bretlandi og hafði frá áramótum lekið 60 stóralbúmum á netið áður en þau komu út í verslunum. Sjóræningjaniðurhal á óútgefinni tónlist er sérstaklega slæmt fyrir sölu og leiðir til ótímabærra hljóðblandana af upptökum tónlistarmanna sem ferðast um á netinu jafnvel mánuðum fyrir útgáfu. Maðurinn sem var handtekinn vinnur við upplýsingatækni og er frá Middlesbrough. Hann var fluttur til yfirheyrslu vegna gruns um svikasamsæri og brot á höfundaréttalögum. Talsmaður lögreglunnar í Bretlandi segir að síðan hafi verið sérlega ábatasöm og samanstaðið af skráarskiptum notendanna. Félagsaðild var háð boði annarra félagsmanna og félagsgjald borgað með framlögum af debit-eða kreditkortum til að tryggja áframhaldandi not af síðunni. Hann segir að meðlimir OiNK hafi verið hvattir til að dreifa efni á torrent skráarsniði og hafi orðið að halda áfram til að halda aðildinni gangandi. Þannig hafi á örfáum klukkutímum verið mögulegt að gera ólögleg fjöldaafrit af tónlist sem var dreift af síðunni til annarra síða og blogga. Netþjónn síðunnar var í Amsterdam og var tekinn í húsleit í síðustu viku. Það tók Bresku hljóðritunarsamtökin og Alþjóðlegu hljóðritunarsamtökin tvö ár að rannsaka málið. Tækni Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lokað einni stærstu sjóræningjavefsíðu tónlistar í heiminum. Gerðar voru húsleitir í nokkrum íbúðum í Amsterdam og einni í Teesside þegar alþjóðalögreglan Interpol réðist til atlögu gegn meðlimavefsíðunni OiNK. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í Bretlandi í tengslum við málið í morgun. Oink var stjórnað frá Bretlandi og hafði frá áramótum lekið 60 stóralbúmum á netið áður en þau komu út í verslunum. Sjóræningjaniðurhal á óútgefinni tónlist er sérstaklega slæmt fyrir sölu og leiðir til ótímabærra hljóðblandana af upptökum tónlistarmanna sem ferðast um á netinu jafnvel mánuðum fyrir útgáfu. Maðurinn sem var handtekinn vinnur við upplýsingatækni og er frá Middlesbrough. Hann var fluttur til yfirheyrslu vegna gruns um svikasamsæri og brot á höfundaréttalögum. Talsmaður lögreglunnar í Bretlandi segir að síðan hafi verið sérlega ábatasöm og samanstaðið af skráarskiptum notendanna. Félagsaðild var háð boði annarra félagsmanna og félagsgjald borgað með framlögum af debit-eða kreditkortum til að tryggja áframhaldandi not af síðunni. Hann segir að meðlimir OiNK hafi verið hvattir til að dreifa efni á torrent skráarsniði og hafi orðið að halda áfram til að halda aðildinni gangandi. Þannig hafi á örfáum klukkutímum verið mögulegt að gera ólögleg fjöldaafrit af tónlist sem var dreift af síðunni til annarra síða og blogga. Netþjónn síðunnar var í Amsterdam og var tekinn í húsleit í síðustu viku. Það tók Bresku hljóðritunarsamtökin og Alþjóðlegu hljóðritunarsamtökin tvö ár að rannsaka málið.
Tækni Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira