Fótbolti

Ragnar tilnefndur sem varnarmaður ársins

Elvar Geir Magnússon skrifar

Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson er einn af fjórum leikmönnum sem koma til greina sem varnarmaður ársins í sænska fótboltanum. Tilnefningarnar hafa verið kynntar en lokahóf knattspyrnumanna í Svíþjóð verður þann 12. nóvember.

Ragnar hefur átt frábært tímabil í sænska boltanum en lið hans Gautaborg á góða möguleika á því að tryggja sér meistaratitilinn þar í landi um næstu helgi. Ragnar hefur m.a. verið orðaður við stórlið Roma á Ítalíu.

Þeir sem tilnefndir eru sem varnarmaður ársins:

  • Matías Concha, Djurgården/VfL Bochum
  • Petter Hansson, Stade Rennes
  • Olof Mellberg, Aston Villa
  • Ragnar Sigurðsson, Gautaborg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×