Miami Heat tapaði í nótt 104-87 fyrir San Antonio á undirbúningstímabilinu í NBA og tapaði þar með öllum sjö leikjum sínum í undirbúningnum. Þetta er lélegasti árangur í sögu félagsins.
Manu Ginobili skoraði 22 stig fyrir San Antonio í nótt og Michael Finley skoraði 14 stig. Shaquille O´Neal skoraði 17 stig fyrir Miami - öll í fyrri hálfleik.
Undirbúningstímabilið er hinsvegar ekki endilega fullkominn mælikvarði á gengi liða í deildarkeppninni, því Cleveland vann t.d. aðeins einn af sjö leikjum sínum á undirbúningstímabilinu í fyrra - en fór alla leið í úrslit.
Fjölmargir leikir voru á dagskrá í nótt og voru úrslitin sem hér segir:
New Jersey 82 - Boston 71
Minnesota 95 - Indiana 106
Dallas 96 - Chicago 88
Houston 107 - Memphis 109 (tvíframlengt)
Denver 114 - Milwaukee 102
LA Lakers 81 - Utah 102
Seattle 122 - Golden State 126 (framlengt)