Fótbolti

Ancelotti: Tek við Roma næst

NordicPhotos/GettyImages

Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan frá 2001, segir að Roma verði að teljast ansi líklegur möguleiki þegar hann skiptir næst um starf. Ancelotti lék með gullaldarliði Roma á níunda áratugnum.

Ancelotti er nú á sínu sjöunda tímabili með Milan og hefur þar unnið einn meistaratitil og tvo Evróputitla. Hann þykir valtur í sessi um þessar mundir eftir lélegt gengi Milan í deildinni, en hann virðist ekki í vafa um hver verði næsti viðkomustaður sinn á giftusömum þjálfaraferlinum.

"Ég er ánægður hjá Milan og Spaletti er ánægður hjá Roma en í framtíðinni kæmi vel til greina að við skiptum um vinnustað. Ef litið er á fyrri reynslu mína er Roma eina liðið á Ítalíu sem kemur til greina. Ég fer ekki að fara yfir til Inter - og ekki fer ég til Juventus aftur - eða þá Lazio. Roma væri upplagt lið fyrir mig til að skemma ekki það sem ég hef gert í fortíðinni og ef það verður ekki á lausu, mun ég líklega taka við liði erlendis eða þá landsliði," sagði Ancelotti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×