Fjárfestar bíða ákvörðunar bandaríska seðlabankans 30. október 2007 20:34 Hlutabréf fóru niður á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Fjárfestar bíða vaxtaákvörðunar bandaríska seðlabankans sem verður tilkynnt á morgun. Mynd/AP Gengi helstu hlutabréfavísitalna lækkaði er nær dró lokun viðskipta á bandarískum fjármálamörkuðum í dag. Nokkrir þættir skýra lækkunina en fjáfestar þykja bjartsýnir á að bankastjórn seðlabanka Bandaríkjanna tilkynni um 25 punkta lækkun stýrivaxta á morgun að loknum tveggja daga vaxtaákvörðunarfundi, sem hófst í dag. Undir lok síðasta mánaðar reiknuðu flestir með jafn mikilli lækkun og reiknað er með að líti dagsins ljós á morgun. Bankastjórnin kom hins vegar flestum á óvart og lækkaði vextina um hálft prósentustig, 25 punktum meira en flestir höfðu spáð. Fjármálaskýrendur hafa reynt að rýna í rit og ræður bankastjórnar seðlabankans upp á síðkastið til að geta til um ákvörðunina sem verður kunngjörð á morgun. Talið er að vísbendingar séu uppi um áframhaldandi þrengingar á fasteignamarkaði sem getið dregið úr hagvexti þótt það þýði ekki að samdráttarskeið sé yfirvofandi vestanhafs, að sögn Associated Press. Aðrir benda hins vegar á að lækkun vaxta bjóði hættunni heim. Þannig geti gengi bandaríkjadals lækkað enn frekar gagnvart öðrum gjaldmiðlum og einkaneysla aukist sem geti leitt til aukinnar verðbólgu. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,56 prósent í dag og stendur vísitalan í 13.792,47 stigum. Nasdaq-vísitalan hækkaði hins vegar einungis um 0,03 prósent og stendur hún í 2.816,71 stigi. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gengi helstu hlutabréfavísitalna lækkaði er nær dró lokun viðskipta á bandarískum fjármálamörkuðum í dag. Nokkrir þættir skýra lækkunina en fjáfestar þykja bjartsýnir á að bankastjórn seðlabanka Bandaríkjanna tilkynni um 25 punkta lækkun stýrivaxta á morgun að loknum tveggja daga vaxtaákvörðunarfundi, sem hófst í dag. Undir lok síðasta mánaðar reiknuðu flestir með jafn mikilli lækkun og reiknað er með að líti dagsins ljós á morgun. Bankastjórnin kom hins vegar flestum á óvart og lækkaði vextina um hálft prósentustig, 25 punktum meira en flestir höfðu spáð. Fjármálaskýrendur hafa reynt að rýna í rit og ræður bankastjórnar seðlabankans upp á síðkastið til að geta til um ákvörðunina sem verður kunngjörð á morgun. Talið er að vísbendingar séu uppi um áframhaldandi þrengingar á fasteignamarkaði sem getið dregið úr hagvexti þótt það þýði ekki að samdráttarskeið sé yfirvofandi vestanhafs, að sögn Associated Press. Aðrir benda hins vegar á að lækkun vaxta bjóði hættunni heim. Þannig geti gengi bandaríkjadals lækkað enn frekar gagnvart öðrum gjaldmiðlum og einkaneysla aukist sem geti leitt til aukinnar verðbólgu. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,56 prósent í dag og stendur vísitalan í 13.792,47 stigum. Nasdaq-vísitalan hækkaði hins vegar einungis um 0,03 prósent og stendur hún í 2.816,71 stigi.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira