Knattspyrnuspekingurinn Stefan Thylin segir að Ragnar Sigurðsson sé besti leikmaður ársins í Svíþjóð. Henrik Larsson er sá næstbesti.
Thylin starfaði lengi sem íþróttablaðamaður í Svíþjóð og er nú þekktastur fyrir lýsingar sýnar á Canal+ sjónvarpsstöðinni.
Í pistli á heimasíðu sænska knattspyrnusambandsins stillir hann upp liði ársins þar sem Ragnar er að sjálfsögðu á sínum stað í vörninni.
Hann segir að Ragnar sé varnarmaður í alþjóðlegum gæðaflokki og mikil uppgötvun. Um Larsson segir Thylin að hann hafi í senn reynst Helsingborg vel sem og sænsku úrvalsdeildinni allri.