GIF Sundsvall hefur áhuga á að fá Ara Frey Skúlason, leikmann Häcken, til liðs við félagið.
Þetta kom fram í sænskum fjölmiðlum í vikunni en liðið tryggði sér sæti í sænsku úrvalsdeildinni nú í haust. Häcken féll úr sænsku úrvalsdeildinni í fyrra en rétt missti af úrvalsdeildarsætinu í haust. Liðið lenti í fjórða sæti, einu stigi á eftir Sundsvall.
Fyrr í mánuðinum sagði Göteborgs Posten frá því að Ari Freyr gæti verið einn þeirra leikmanna sem gætu átt það á hættu að verða seldir frá félaginu ef liðinu tækist ekki að komast upp í úrvalsdeildina.